Tæplega þrettán tíma þingfundi lokið

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur í mörg horn að …
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur í mörg horn að líta þessa dagana á Alþingi. mbl.is/Hari

Þingfundi var slitið rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld og hafði þá staðið yfir í rúman hálfan sólarhring, eða 12 klukkustundir og 47 mínútur.

Á fundinum lauk þriðju og síðustu umræðu um sex lagafrumvörp sem og síðari umræðu um tvær þingsályktunartillögur. Samkomulag um þinglok hefur enn ekki náðst, líkt og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við mbl.is í kvöld.

41 mál var á dagskrá þingfundar í dag og voru 27 tekin af dagskránni þegar fundi var slitið, þar á meðal áframhald síðari umræðu um þriðja orkupakkann, sem voru síðustu þingmál á dagskrá fundarins.

Sá háttur verður einnig hafður á þegar þingfundur hefst að nýja klukkan 10 í fyrramálið. 47 mál eru á dagskrá fundarins og hefst hann með atkvæðagreiðslu um fjórtán lagafrumvörp og þingsályktunartillögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert