Verið að samþykkja óheft flæði raforku

Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent ...
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. mbl.is/RAX

„Með þriðja orkupakkanum verður ekki betur séð en að við séum að játa okkur undir það og festa það í sessi að raforka, eins og hver önnur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vörum er fyrir hendi, skilgreining á raforku sem vöru er fyrir hendi, en með þriðja orkupakkanum kemur regluverk sem fjallar sérstaklega um tengingar á milli landa.“

Þetta segir Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Þannig sé inngangur tilskipunar 2009/72/EC, sem er hluti af þriðja orkupakka Evrópusambandsins, skýr hvað þetta varðar sem og markmið og skuldbindingar ríkja sem undirgangist hana.

„Gegnumgangandi í textanum er áhersla á að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum í þessu sambandi.  Markmiðið er sömuleiðis kristaltært, það er að auka samkeppni á þessu sviði milli landa. Komi til þess að Alþingi maldi á síðari stigum í móinn munu ráðamenn í Brussel spyrja sömu spurningar og ég spyr nú: Til hvers voru Íslendingar eiginlega að samþykkja þriðja orkupakkann ef þeir vilja síðan ekki flytja raforku til annarra landa?“ segir Arnar Þór ennfremur.

Smáríki varist að verða að leiksoppum

Miklar breytingar hafa átt sér stað á EES-samstarfinu á þeim 25 árum sem Ísland hafi verið aðili að því, segir Arnar Þór. Lýðræðisleg vinnubrögð hafi þannig til að mynda vikið fyrir valboði ofan frá. „Dómstólar og eftirlitsstofnanir taka ákvarðanirnar og stýra ferlinu, en ekki kjósendur og lýðræðislega kjörin löggjafarþing. Þetta þarf að ræða heiðarlega, sérstaklega út frá hagsmunum smáþjóða í alþjóðlegu samstarfi. Hér er runninn upp nýr veruleiki sem ég tel að við þurfum að vera vel vakandi gagnvart sé okkur á annað borð umhugað um fullveldi Íslands og efnahagslegt sjálfstæði.“

Þannig verði smáríki að varast það á tímum alþjóðavæðingar að verða ekki gerð að leiksoppum. Það felist í því að gjalda beri varhug við íhlutun valdamikilla stofnana, sjóða og ríkjabandalaga á íslenskt lagasetningarvald. Hvað þriðja orkupakkann varðar segir Arnar Þór þannig hægðarleik að höfða samningsbrotamál gegn Íslandi og „hnekkja fyrirvörum stjórnvalda, því fjórfrelsi EES-samningsins er æðra sérstökum fyrirvörum. Sérstaklega þegar litið er til þess hvert meginmarkmið umræddrar tilskipunar er eins og ég hef áður nefnt.“

Fyrirvarar vegna hráa kjötsins gagnslausir

Þegar hér er komið sögu bendir Arnar Þór á að Íslendingar hafi verið með mjög góð rök í málflutningi sínum gegn innflutningi á hráu kjöti, meðal annars vegna einangraðrar legu landsins líkt og í orkupakkamálinu, en þau hafi hins vegar komið að engu haldi. „Við vorum með skýra fyrirvara varðandi landbúnað við gerð EES-samningsins en stöndum svo frammi fyrir innflutningi á hráu kjöti erlendis frá.“ Vísar hann þar til einhliða fyrirvara ríkisstjórnarinnar vegna þriðja orkupakkans þess efnis að sá hluti löggjafarinnar sem fjallar um raftengingar á milli landa verði innleiddur en gildistöku hans frestað.

Tekur Arnar Þór undir með þeim Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árna Friðrikssyni Hirst landsréttarlögmanni að lögfræðilega rétta leiðin í málinu með hliðsjón af EES-samningnum sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakkann með því að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara af löggjöfinni og vísa þar með málinu aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem hægt væri óska eftir lagalega bindandi undanþágum. Fyrirvari ríkisstjórnarinnar ætti sér hins vegar enga slíka stoð í samningnum.

Vilji íslenska þjóðin samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins sé það ákvörðun hennar segir Arnar Þór ennfremur. En sú ákvörðun eigi að vera tekin af Íslendingum sjálfum að undangenginni vitrænni umræðu en ekki í Brussel eða af EFTA-dómstólnum. „Þess vegna tel ég rétt að málið fái meðgöngutíma og að við látum tímann hjálpa okkur við að melta það.“

Ægivald erlendra skriffinna sama og frjálslyndi?

„Það þarf að ná umræðunni upp úr lágkúru eins og þeirri að þeir sem styðji samþykkt þriðja orkupakkans séu frjálslyndir en hinir forpokaðir. Þar fyrir utan má spyrja hvað sé svona frjálslynt við það að vilja játa sig undir vald erlendra skriffinna og standa gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða? Er það að sama skapi frjálslynt að vilja lúta hagsmunum erlendra stórfyrirtækja? Gengur ekki frjálslyndi einmitt út á að virða sjálfsákvörðunarrétt annarra í lengstu lög?“ spyr Arnar Þór.

AFP

Evrópusambandið virðist nú starfa með þeim hætti, segir hann, að ef ekki sé hægt að koma markaðsbreytingu í gegn með lýðræðislegum hætti, vegna þess að kjósendur vilja það ekki,  skuli það gert í gegnum dómstólakerfið. Hafa verði í huga í því sambandi að EFTA-dómstóllinn sé léttvægur í því sambandi enda beri honum að fylgja dómaframkvæmd dómstóls Evrópusambandsins. Einnig þurfi að hafa í huga að EES-samningurinn sé „dýnamískur“ samningur. „Við vitum með öðrum orðum ekki hvert hann muni þróast. Við erum farþegar en ekki í bílstjórasætinu. Við erum ekki þátttakendur í lýðræðislegu ferli. Af hverju eigum við að undirselja okkur slíkri óvissu?“

Óvissuferð með hagsmuni heillar þjóðar

Hagsmunagæsla gangi einmitt út á að verja sig gagnvart því sem hugsanlega kunni að gerast. „Það er óábyrgt að fara í óvissuferð með hagsmuni heillar þjóðar. Ég hef þá óþægindatilfinningu fyrir málinu að verið sé að breiða yfir það klúður sem átti sér stað á fyrri stigum, það er að hafa ekki andmælt þessu fyrr. Málið sýnir því miður að það vantar alla fagmennsku í það hvernig staðið er að hagsmunagæslu fyrir Ísland. Engin greining á málinu virðist hafa farið fram og fagmennskan er ekki sjáanleg. Hagsmunagæslan virðist þannig  í molum,“ segir Arnar Þór ennfremur.

„Málið varðandi þriðja orkupakkann er stórmál og ráðamönnum er skylt að hafa á hreinu hvaða afleiðingar möguleg innleiðing muni hafa. Hvers vegna er ekki hægt að hafa það á hreinu? Ekkert er því til fyrirstöðu að við höfnum því að innleiða þessa tilskipun Evrópusambandsins. Slík ákvörðun truflar ekki samstarfið við það. Þetta er hagsmunagæsla. Ef við megum ekki gæta okkar eigin hagsmuna, hvað segir það þá um stöðu okkar? Erum við ekki frjáls þjóð í viðskiptum við Evrópusambandið?“

mbl.is

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »