Verið að samþykkja óheft flæði raforku

Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent ...
Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. mbl.is/RAX

„Með þriðja orkupakkanum verður ekki betur séð en að við séum að játa okkur undir það og festa það í sessi að raforka, eins og hver önnur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vörum er fyrir hendi, skilgreining á raforku sem vöru er fyrir hendi, en með þriðja orkupakkanum kemur regluverk sem fjallar sérstaklega um tengingar á milli landa.“

Þetta segir Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Þannig sé inngangur tilskipunar 2009/72/EC, sem er hluti af þriðja orkupakka Evrópusambandsins, skýr hvað þetta varðar sem og markmið og skuldbindingar ríkja sem undirgangist hana.

„Gegnumgangandi í textanum er áhersla á að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum í þessu sambandi.  Markmiðið er sömuleiðis kristaltært, það er að auka samkeppni á þessu sviði milli landa. Komi til þess að Alþingi maldi á síðari stigum í móinn munu ráðamenn í Brussel spyrja sömu spurningar og ég spyr nú: Til hvers voru Íslendingar eiginlega að samþykkja þriðja orkupakkann ef þeir vilja síðan ekki flytja raforku til annarra landa?“ segir Arnar Þór ennfremur.

Smáríki varist að verða að leiksoppum

Miklar breytingar hafa átt sér stað á EES-samstarfinu á þeim 25 árum sem Ísland hafi verið aðili að því, segir Arnar Þór. Lýðræðisleg vinnubrögð hafi þannig til að mynda vikið fyrir valboði ofan frá. „Dómstólar og eftirlitsstofnanir taka ákvarðanirnar og stýra ferlinu, en ekki kjósendur og lýðræðislega kjörin löggjafarþing. Þetta þarf að ræða heiðarlega, sérstaklega út frá hagsmunum smáþjóða í alþjóðlegu samstarfi. Hér er runninn upp nýr veruleiki sem ég tel að við þurfum að vera vel vakandi gagnvart sé okkur á annað borð umhugað um fullveldi Íslands og efnahagslegt sjálfstæði.“

Þannig verði smáríki að varast það á tímum alþjóðavæðingar að verða ekki gerð að leiksoppum. Það felist í því að gjalda beri varhug við íhlutun valdamikilla stofnana, sjóða og ríkjabandalaga á íslenskt lagasetningarvald. Hvað þriðja orkupakkann varðar segir Arnar Þór þannig hægðarleik að höfða samningsbrotamál gegn Íslandi og „hnekkja fyrirvörum stjórnvalda, því fjórfrelsi EES-samningsins er æðra sérstökum fyrirvörum. Sérstaklega þegar litið er til þess hvert meginmarkmið umræddrar tilskipunar er eins og ég hef áður nefnt.“

Fyrirvarar vegna hráa kjötsins gagnslausir

Þegar hér er komið sögu bendir Arnar Þór á að Íslendingar hafi verið með mjög góð rök í málflutningi sínum gegn innflutningi á hráu kjöti, meðal annars vegna einangraðrar legu landsins líkt og í orkupakkamálinu, en þau hafi hins vegar komið að engu haldi. „Við vorum með skýra fyrirvara varðandi landbúnað við gerð EES-samningsins en stöndum svo frammi fyrir innflutningi á hráu kjöti erlendis frá.“ Vísar hann þar til einhliða fyrirvara ríkisstjórnarinnar vegna þriðja orkupakkans þess efnis að sá hluti löggjafarinnar sem fjallar um raftengingar á milli landa verði innleiddur en gildistöku hans frestað.

Tekur Arnar Þór undir með þeim Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árna Friðrikssyni Hirst landsréttarlögmanni að lögfræðilega rétta leiðin í málinu með hliðsjón af EES-samningnum sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakkann með því að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara af löggjöfinni og vísa þar með málinu aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem hægt væri óska eftir lagalega bindandi undanþágum. Fyrirvari ríkisstjórnarinnar ætti sér hins vegar enga slíka stoð í samningnum.

Vilji íslenska þjóðin samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins sé það ákvörðun hennar segir Arnar Þór ennfremur. En sú ákvörðun eigi að vera tekin af Íslendingum sjálfum að undangenginni vitrænni umræðu en ekki í Brussel eða af EFTA-dómstólnum. „Þess vegna tel ég rétt að málið fái meðgöngutíma og að við látum tímann hjálpa okkur við að melta það.“

Ægivald erlendra skriffinna sama og frjálslyndi?

„Það þarf að ná umræðunni upp úr lágkúru eins og þeirri að þeir sem styðji samþykkt þriðja orkupakkans séu frjálslyndir en hinir forpokaðir. Þar fyrir utan má spyrja hvað sé svona frjálslynt við það að vilja játa sig undir vald erlendra skriffinna og standa gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða? Er það að sama skapi frjálslynt að vilja lúta hagsmunum erlendra stórfyrirtækja? Gengur ekki frjálslyndi einmitt út á að virða sjálfsákvörðunarrétt annarra í lengstu lög?“ spyr Arnar Þór.

AFP

Evrópusambandið virðist nú starfa með þeim hætti, segir hann, að ef ekki sé hægt að koma markaðsbreytingu í gegn með lýðræðislegum hætti, vegna þess að kjósendur vilja það ekki,  skuli það gert í gegnum dómstólakerfið. Hafa verði í huga í því sambandi að EFTA-dómstóllinn sé léttvægur í því sambandi enda beri honum að fylgja dómaframkvæmd dómstóls Evrópusambandsins. Einnig þurfi að hafa í huga að EES-samningurinn sé „dýnamískur“ samningur. „Við vitum með öðrum orðum ekki hvert hann muni þróast. Við erum farþegar en ekki í bílstjórasætinu. Við erum ekki þátttakendur í lýðræðislegu ferli. Af hverju eigum við að undirselja okkur slíkri óvissu?“

Óvissuferð með hagsmuni heillar þjóðar

Hagsmunagæsla gangi einmitt út á að verja sig gagnvart því sem hugsanlega kunni að gerast. „Það er óábyrgt að fara í óvissuferð með hagsmuni heillar þjóðar. Ég hef þá óþægindatilfinningu fyrir málinu að verið sé að breiða yfir það klúður sem átti sér stað á fyrri stigum, það er að hafa ekki andmælt þessu fyrr. Málið sýnir því miður að það vantar alla fagmennsku í það hvernig staðið er að hagsmunagæslu fyrir Ísland. Engin greining á málinu virðist hafa farið fram og fagmennskan er ekki sjáanleg. Hagsmunagæslan virðist þannig  í molum,“ segir Arnar Þór ennfremur.

„Málið varðandi þriðja orkupakkann er stórmál og ráðamönnum er skylt að hafa á hreinu hvaða afleiðingar möguleg innleiðing muni hafa. Hvers vegna er ekki hægt að hafa það á hreinu? Ekkert er því til fyrirstöðu að við höfnum því að innleiða þessa tilskipun Evrópusambandsins. Slík ákvörðun truflar ekki samstarfið við það. Þetta er hagsmunagæsla. Ef við megum ekki gæta okkar eigin hagsmuna, hvað segir það þá um stöðu okkar? Erum við ekki frjáls þjóð í viðskiptum við Evrópusambandið?“

mbl.is

Innlent »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

Búast við einstakri stemningu

20:51 Þeir lofa skemmtun, stuði, óvæntum uppákomum og tónlist af bestu sort í Laugardalshöll annað kvöld. Fjórmenningarnir í Duran Duran eru hingað komnir til að halda tónleika og hlakka til að skemmta íslenskum aðdáendum sínum og rifja upp að á fyrri tónleikum sínum hér hafi verið einstök stemning. Meira »

Veganestið veganesti fyrir Nettó

20:41 Þegar fréttir bárust af óheppilegum verðmiða í Nettó úti á Granda biðu menn þar á bæ ekki boðanna heldur réðust strax í að breyta honum. Nú stendur Veganesti en hvergi Vegan. Meira »

Fleiri vilja í vinnuskólann í ár

20:15 Fleiri starfa í unglingavinnunni bæði í Kópavogi og í Reykjavík á þessu ári en í fyrra. 15% fjölgun er í vinnuskóla Reykjavíkur milli ára og eru nemendur um 2.200 talsins í ár. Í Kópavogi eru skráðir um 900 krakkar og fjölgaði þeim um 50 milli ára. Allir sem sækja um fá vinnu hjá sveitarfélögunum. Meira »

Vesturbæjarlaug lokuð í tæpar tvær vikur

19:57 Frá 24. júní og til 5. júlí verður Vesturbæjarlaugin lokuð vegna viðhalds og framkvæmda. Einhverjir vongóðir sundlaugargestir komu að lokuðum dyrunum í morgun. Meira »

Á bak við tjöldin

19:54 Þáttagerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson og Ragnar Hansson kvikmyndagerðarmaður eru að leggja lokahönd á fimm íþróttatengda heimildaþætti fyrir Saga Film sem ráðgert er að byrja að sýna í Sjónvarpi Símans öðruhvorumegin við næstu áramót. Meira »

Sykurskattur sé forsjárhyggja

19:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir áform um nýjan sykurskatt og fleiri breytingar á skattlagningu matvæla og segir þær munu flækja skattkerfið á ný með tilheyrandi óhagræði og umstangi fyrir fyrirtæki og hættu á undanskotum frá skatti. Meira »

Tengist hernaðarumsvifum Rússa

19:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar segir áætlaða uppbyggingu bandaríska hersins á Íslandi hafa verið viðbúna. Með mótframlagi Íslands sé verið að bregðast við viðhaldsþörf. Meira »

Ljóð kvenna eru gull og gersemar

19:05 Magnea Ingvarsdóttir menningarfræðingur hefur mikinn áhuga á ljóðum kvenna frá öllum tímum. Hún hefur safnað ljóðabókum eftir konur í nokkurn tíma og heldur úti fésbókarsíðu sem heitir Tófan. Meira »

Fögnuðu nýju jafnréttisákvæði

18:33 Ráðherrar Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, fögnuðu því að EFTA hefur nú uppfært samningsmódel sitt um sjálfbæra þróun og tekið inn í það jafnréttisákvæði, að frumkvæði Íslands, á árlegum fundi sínum í Liechtenstein í dag. Meira »

Mun ekki tefja fjölmiðlafrumvarpið

18:19 „Það var búið að afgreiða þetta frumvarp úr ríkisstjórn og úr þingflokkunum. Ég mun mæla aftur fyrir frumvarpinu á fyrstu dögum haustþingsins og svo fer það í nefnd og við klárum það mál,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við mbl.is um fjölmiðlafrumvarpið. Meira »

Ummæli forstjóra SÍ lítilsvirðandi

18:14 Sérfræðingur í barnahjúkrun segir ummæli forstjóra Sjúkratrygginga Íslands þess efnis að ekki skipti máli við hverja verði samið um heimahjúkrun langveikra barna gera að engu sérþekkingu og reynslu þeirra sem henni sinna. Meira »

Þrjú umferðarslys í borginni á viku

18:04 Síðasta fimmtudag var bifreið ekið utan í gangandi mann og yfir vinstri fót hans, er hann gekk skáhallt yfir Lækjargötu við gangbraut með ljósastýringu. Hann er einn þriggja sem slösuðust í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu 16.-22. júní. Meira »

Brot 180 ökumanna mynduð í Garðabæ

17:57 Brot 180 ökumanna voru mynduð á Reykjanesbraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í norðurátt, að Hnoðraholti. Sá sem hraðast ók var á 120 kílómetra hraða, en hámarkshraði á svæðinu er 80 km/klst. Meira »

Fjörutíu metra fyrirstaða komin upp

17:46 Lokið hefur verið við gerð svokallaðs fyrirstöðuþreps neðarlega í Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Þrepið, sem er um 40 metrar að lengd, er gert til þess að koma fyrir fiskteljara með myndavél til talningar og greiningar á göngufiski í ánni. Meira »

„Hér verður ekki herseta á nýjan leik“

17:42 Uppbygging Bandaríkjahers við Keflavíkurflugvöll er hluti af auknum hernaðarumsvifum í Norðurhöfum. „Við Íslendingar hljótum að hafa áhyggjur af þessari þróun,“ segir forsætisráðherra. Meira »

Vegagerðin á svig við eigin skilmála

17:19 Ákvörðun Vegagerðarinnar um að semja við GT verktaka ehf. og Borgarvirki ehf. um breikkun og endurgerð Reykjavegar í Biskupstungum hefur verið felld úr gildi af kærunefnd útboðsmála. Vegagerðin hafði ákveðið að taka lægsta tilboði þrátt fyrir að fyrirtækin sem að þeim stóðu uppfylltu ekki skilmála. Meira »
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...