50 þúsund plastagnir á mann á ári

Plastagnir í sjávarsalti hafa verið kannaðar erlendis. Var 21 tegund …
Plastagnir í sjávarsalti hafa verið kannaðar erlendis. Var 21 tegund borðsalts t.d. athuguð í fyrra og fannst plast í þeim öllum.

Meðalmaður innbyrðir að minnsta kosti 50 þúsund agnir af örplasti á hverju ári og tvöfalt fleiri sé innöndun plastagna einnig talin með. Þetta kemur fram í fyrstu rannsókninni sem gerð hefur verið á útbreiðslu plastagna í líkömum fólks.

Árlega eru framleiddar yfir 300 milljónir tonna af plasti og í hafinu eru nú að minnsta kosti fimm billjónir plasthluta, að mati vísindamanna.

Meginleið plastagna í líkama fólks er mikil útbreiðsla einnota plasts og plastúrgangs. Lítið er enn vitað um áhrif plastagna á heilsu fólks, en talið er að þær geti leitt til eituráhrifa og skaðað vefi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert