Guðrún framkvæmdastjóri Veitna

Guðrún Erla Jónsdóttir.
Guðrún Erla Jónsdóttir. Ljósmynd/OR

Guðrún Erla Jónsdóttir, formaður stjórnar Veitna, tekur tímabundið við starfi framkvæmdastjóra Veitna þangað til ráðið hefur verið í stöðuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Guðrún Erla stígur á sama tíma til hliðar sem stjórnarformaður og tekur ekki þátt í störfum stjórnar meðan hún gegnir starfinu. Hún kemur ekki til með að sækja um stöðuna.

Inga Dóra Hrólfsdóttir, sem er að færast til innan samstæðunnar, lætur formlega af störfum 11. júní. 

Starf framkvæmdastjóra var auglýst laust til umsóknar 25. maí síðastliðinn og rennur umsóknarfrestur út 9. júní.

Sólrún Kristjánsdóttir, varaformaður stjórnar, mun stýra starfi stjórnar þar til nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert