Bæjarins beztu pylsur fáanlegar á Akureyri

Nýr söluvagn var fluttur norður í fyrrinótt.
Nýr söluvagn var fluttur norður í fyrrinótt.

Pylsustaðurinn Bæjarins beztu pylsur við Tryggvagötu í Reykjavík er einn vinsælasti veitingastaður landsins og eitt helsta kennileiti borgarinnar.

Til stendur að festa líka rætur í Akureyrarkaupstað. Söluvagn á vegum fyrirtækisins er kominn á Ráðhústorgið og verður hann opnaður klukkan 13:00 í dag.

Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi fjölskyldufyrirtækisins, segir að opnunin eigi sér töluverðan aðdraganda. Barði Jónsson, borinn og barnfæddur Akureyringur, hafi haft samband og viðrað hugmyndina. Eftir að hafa hugsað málið hafi verið ákveðið að slá til, samskonar söluvagn og er í Tryggvagötu hafi verið smíðaður, vagninn hafi verið fluttur norður í fyrrinótt og síðan hafi verið unnið við að gera hann tilbúinn fyrir opnunina í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert