Enn að eftir rúm sextíu ár

„Vinnan hefur alltaf verið mitt líf,“ segir Helgi.
„Vinnan hefur alltaf verið mitt líf,“ segir Helgi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Saga litla drengsins úr Vestmannaeyjum sem gerðist heimsfrægur ballettdansari og síðar listrænn stjórnandi San Francisco-dansflokksins er ævintýri líkust. Helgi Tómasson hefur unnið við ballett í yfir sextíu ár en er ekki á leið á eftirlaun í bráð.

Hann var staddur í London í vikunni þar sem dansflokkur hans sýndi fyrir fullu húsi átta kvöld. Mikil vinna liggur að baki ævistarfinu en Helgi hefur aldrei hræðst mikla vinnu. Iðjuleysi hins vegar hræðir hann.

Helgi segist í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins ekki ætla að hætta að vinna í bráð.

„Ég bara get ekki ímyndað mér að vinna ekki lengur. Ég kann ekki að vera iðjulaus og kannski hræðist ég það að hætta. Vinnan hefur alltaf verið mitt líf. Ég hef unnið frá því ég var drengur í sveit, átta, níu ára gamall,“ segir Helgi sem náð hefur á toppinn í tvígang.

„Ég fékk tvo ferla, fyrst dansferil þar sem ég næ upp á toppinn og svo sem stjórnandi fyrir dansflokk sem er kominn upp á toppinn. Mér var ætlað að gera eitthvað mikið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert