Loka vegi upp á gígbarm Ljótapolls

Veginum vestan megin upp að Ljótapolli hefur verið lokað.
Veginum vestan megin upp að Ljótapolli hefur verið lokað. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur lokað veginum vestan megin upp á gígbarminn á Ljótapolli í Friðlandi að Fjallabaki.  Er það gert vegna þess að brekkan upp á gígbarminn er illfær og veldur umtalsverðu raski á hlíðum gígsins sem hefur áhrif á ásýnd svæðisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Bent er á að bílastæði séu við rætur Ljótapolls og aðeins taki um 10 mínútur að ganga þaðan upp á gígbarminn.

Einnig er hægt að aka norðan megin við gíginn og upp á gígbarminn. Umhverfisstofnun bendir á að vegurinn að Ljótapolli er seinfarinn og einungis fær vel útbúnum jeppum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert