Tvö eineltismál úr sérsveitinni til athugunar í ráðuneyti

Sérsveitin í útkalli.
Sérsveitin í útkalli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvö mál eru í ferli hjá dómsmálaráðuneytinu vegna kvartana sérsveitarmanna sem saka yfirmenn embættisins um einelti. Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra, staðfestir að önnur kvörtunin beinist meðal annars að honum en vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið. Slíkar kvartanir hafi sinn eðlilega gang í samræmi við lög og reglur.

Þau svör fengust í dómsmálaráðuneytinu þegar spurt var hversu margar kvartanir vegna eineltis og tengjast sérsveitinni væru til meðferðar, að ráðuneytið tjái sig ekki um hvort eða hvaða mál af þessu tagi, sem varða einstaklinga, séu til umfjöllunar hjá því.

Önnur kvörtunin er frá sérsveitarmanni á Akureyri sem telur að verið sé að ýta sér úr starfi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að aðeins einn sérsveitarmaður er eftir á Akureyri en þeir voru fjórir þegar mest var en jafnframt kom fram að ekki stæði til að leggja starfsstöðina á Akureyri niður.

Hin kvörtunin er frá sérsveitarmanni í Reykjavík og tengist óánægju vegna stöðuveitingar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert