Vann þrjú mál í Landsrétti

Íbúðir Bsvf við Sléttuveg 19-23.
Íbúðir Bsvf við Sléttuveg 19-23. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í tveimur atriðum og sneri við dómi héraðsdóms í einu atriði í þremur dómsmálum þar sem erfingjar og dánarbú stefndu byggingasamvinnufélagi Samtaka aldraðra (bsvf), en dómarnir féllu allir félaginu í hag.

Að sögn Magnúsar Björns Brynjólfssonar, formanns bsvf, er félagið með um 500 íbúðir á sínum snærum. Hægt er að ganga í félagið 50 ára og kaupa íbúð á vegum byggingafélagsins 60 ára. Félagsmenn í bsvf geta keypt eina íbúð með því að gangast undir skilamála félagsins.

Að sögn Magnúsar staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að þrátt fyrir að í fáum tilfellum fyndust ekki gögn sem sýndu að frumbyggjar hefðu gengist undir samþykktir félagsins, giltu samþykktir félagsins við sölu.

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms þess efnis að bsvf mætti ekki taka 1% gjald af endursöluverði eigna. Magnús segir að skv. úrskurði Landsréttar sé bsvf heimilt að innheimta gjaldið sem tekjustofn fyrir rekstur félagsins. Landsréttur staðfesti einnig úrskurð héraðsdóms um að krafa um að eingöngu félagsmenn gætu keypt íbúðir af bsvf stæðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert