Arabísk fornmynt á Stöð

Fornmyntin sem fannst 6. júní á Stöð.
Fornmyntin sem fannst 6. júní á Stöð. Ljósmynd/Bjarni F. Einarsson

Arabísk fornmynt fannst við rannsókn á skála frá víkingaöld á Stöð í Stöðvafirði í síðustu viku.

Er þetta níunda arabíska fornmyntin sem finnst við fornleifauppgröft á svæðinu. Þetta staðfestir Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur sem stýrir rannsókn á Stöð.

Að sögn Bjarna er nýfundna myntin ólík öðrum sams konar myntum sem fundist hafa á svæðinu, hún er til að mynda stærri og með ólíku skrauti. Hann segir erfitt að segja til um aldur myntarinnar sem stendur en telur líklegt að hún sé frá níundu öld.

Í umfjöllun um fund þennan í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni myntina vera svokallað gangsilfur, þ.e. silfur sem notuð var sem þyngdareining, til dæmis við verslun. Hefur myntin verið klippt niður vegna þessa. Bjarni segir flestar arabísku myntirnar hafa borist til Norður-Evrópu frá kalífatinu, sérstaklega frá Konstantínópel og nágrenni í kringum árið 800.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »