Háværir Tyrkir hvetja sína menn

Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins við Laugardalsvöllinn.
Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins við Laugardalsvöllinn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Áhorfendur á landsleik Íslands og Tyrklands í undan­keppni Evr­ópu­móts karla í knatt­spyrnu eru farnir að tínast inn á Laugardalsvöllinn. Áður en hleypt var inn söfnuðust áhorfendur saman fyrir framan völlinn þar á meðal voru nokkrir háværir Tyrkir sem studdu lið sitt hraustlega. Allt fór þó fram með ró og spekt.

Ekki er búist við öðru en að stuðningsmenn beggja liða hagi sér vel á leiknum, að sögn lögreglu. Stuðningsmenn Tyrklands fengu um 220 miða á leikinn þar af eru 140 til sérstakra boðsgesta og eru því um 70 - 80 almennir stuðningsmenn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert