Íslandsbanki verðlaunar námsmenn

Námsmennirnir tóku við viðurkenningum í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni.
Námsmennirnir tóku við viðurkenningum í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni. Ljósmynd/Íslandsbanki

Þrettán námsmenn fengu á dögunum námsstyrk frá Íslandsbanka. Í tilkynningu frá bankanum segir að styrkþegar eigi það allir sameiginlegt að vera afsbragðsnámsmenn auk þess að mörg hver þyki hafa skarað fram úr á sviði íþrótta-, lista- og félagsmála.

Styrkirnir eru veittir í þremur flokkum: þrír til framhaldsskólanema að fjárhæð 100.000 kr., fimm til grunnnáms á háskólastigi að fjárhæð 300.000 kr., og fimm til framhaldsnáms á háskólastigi að fjárhæð 500.000 kr.

Íslandsbanki hefur innleitt fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í stefnu sína: aðgerðir í loftslagsmálum, jafnrétti kynjanna, menntun fyrir alla og uppbygging og nýsköpun. Segir í tilkynningu að þau markmið hafi verið höfð til hliðsjónar við veitingu styrkjanna.

Í dómnefnd sátu Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Guðlaugur Örn Hauksson, starfsþróunarstjóri Íslandsbanka, og Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Norðurturni.

Nemendurnir þrettán sem hljóta styrkinn eru:

Sigurrós Halldórsdóttir, nemi í blindflugi í Billund Air Center í Danmörku. Hún hefur unnið sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og stefnir á að vinna hjá Landhelgisgæslunni í framtíðinni.

Bjarki Daníel Þórarinsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. Hann  hefur sýnt framúrskarandi námsárangur auk þess að taka virkan þátt í félagslífi Menntaskólans og situr meðal annars í jafnréttisnefnd skólans.

Alexandra Rós Norðkvist, nemi í nýstofnuðum Menntaskóla í tónlist. Alexandra lærir þar á þrjú hljóðfæri: trommur, trompet og gítar, og er námsárangur hennar framúrskarandi. Alexandra stefnir á að vinna við kvikmyndir og leikhús.

Smári Snær Sævarsson, nemi í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands. Smári hefur meðal annars starfað sem sjálfboðaliði í ungmennabúðum Lions á Ítalíu auk þess að sitja í stjórn Stiguls, félags stærðfræði- og eðlisfræðinema við Háskóla Íslands.

Sólrún Arnarsdóttir, sem í haust hefur nám í textílhönnun við Central Saint Martins-skólann í Bretlandi. Sólrún vill með störfum sínum snúa textíliðnaðinum til betri vegar þannig að hann verði að sjálfbæru hringrásarkerfi en iðnaðurinn þykir nú mjög mengandi.

Gríma Irmudóttir, nemi í fjölmiðlum og kvikmyndagerð við Listaháskólann í London. Lokaverkefni hennar fjallar um fólk í fjórum löndum sem gerir allt til þess að lifa umhverfisvænum lífsstíl.

Björn Áki Jósteinsson, nemi í verkfræðilegri eðlisfræði við Háskóla Íslands. Björn starfar samhliða námi sem stundakennari við HÍ og mun í sumar stunda rannsóknir hjá dr. Friðriki Magnússyni.

Alec Elías Sigurðarson, nemi í efnafræði við Háskóla Íslands. Alec hefur meðal annars verið í landsliði Íslands í efnafræði og er hluti sprengjugengisins sem sér um efnafræðisýningar fyrir almenning.

Freyja Björk Dagbjartsdóttir, sem hefur í haust doktorsnám í efnaverkfræði við Camebridge-háskóla. Freyja vonast til að geta nýtt þekkingu sína til að taka þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar og leita fjölbreyttra orkulausna.

Valentin Oliver Loftsson, meistaranemi í gagnavísindum við EPFL-háskólann í Sviss, sem vill að námi loknu einsetja sér að bæta aðgengi að menntun í heiminum, einkum með hliðsjón af tungumálum.

Árni Freyr Gunnarsson, doktorsnemi í stærðfræðilegri eðlisfræði og hagnýtingu í læknavísindum við Oxford-háskóla. Hann hefur meðal annars starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Sigríður Diljá Vagnsdóttir, meistaranemi í íslenskukennslu við Háskóla Íslands, sem stefnir á starf sem framhaldsskólakennari. Meðalaldur framhaldsskólakennara er yfir 50 ár og vantar sárlega ferskt blóð í stéttina. Þykir Sigríður búa yfir þekkingu og hafa einstakan hæfileika til að miðla henni.

Sigfús Helgi Kristinsson, doktorsnemi í talmeina- og taugafræði við Háskólann í Suður-Karólínu, sem samhliða námi starfar við rannsóknir á málstoli. Hyggst hann helga starfsferil sinn rannsóknum á forspárþáttum fyrir bata hjá fólki sem glímir við málstol eftir heilablóðfall.

mbl.is

Innlent »

Þróa kerfi til að tryggja velferð barna

12:30 Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi. Meira »

„Umræðan verið nokkuð harkaleg“

12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. Meira »

Lið Toyota leiðir áheitasöfnunina

11:54 Lið World Class, Airport Direct og Advania, sem fara fremst í flokki í WOW Cyclothon, renndu framhjá Goðafossi klukkan 7:30 í morgun, en ræst var út í liðakeppni frá Egilshöll í gærkvöldi. Meira »

Tjá sig ekki um svar stjórnar LV

11:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) sendi Fjármálaeftirlitinu (FME) í gær svar við fyrirspurn FME vegna mats stjórnarinnar á lögmæti þess að fulltrúaráð VR hefur ákveðið að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn LV. Boltinn er hjá FME, að sögn formanns stjórnar. Meira »

Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi

11:02 Fulltrúar Landverndar munu síðar í dag afhenda undirskriftir rúmlega fimmþúsund Íslendinga sem vilja að friðlýsingu Drangajökulsvíðerna, sem innifelur athafnasvæði Hvalárvirkjunar, verði hraðað. Fer hópurinn fram á að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Skráðum kynferðisafbrotum fjölgar

10:55 Fækkun varð á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu í maí en mikil fjölgun á skráðum kynferðisafbrotum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019. Meira »

Meindýraeyðir man eftir fyrsta lúsmýinu

10:08 „Þetta er þetta helvítis lúsmý,“ sagði húsmóðir í Grafarvogi við meindýraeyði árið 2013. Ekki orðrétt, samt. Á þessum tíma var ekki komið íslenskt orð yfir þessa pöddu, sem gerir fólki nú lífið leitt. Meira »

Eldur í rjóðri við FSu

10:03 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Sprengisandsleið opnuð

10:01 Fært er nú yfir Sprengisand, en það var í gær sem Vegagerðin gaf út tilkynningu þess efnis. Unnið hafði verið síðustu daga að því að gera leiðina klára, en vegheflar voru sendir út á mörkina að sunnan frá Hrauneyjum og að norðan úr Bárðardal. Meira »

Sex ár fyrir tilraun til manndráps

09:20 Sindri Brjánsson, karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, en hann stakk annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Atvinnuleysi eykst

09:17 4,7% atvinnuleysi var í maí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 210.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í maí 2019. Það jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku. Meira »

„Bullandi meðvindur“ í Reykjadal

08:36 Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu. Meira »

Kúlan ekki úr eynni fyrr en 2047

08:18 Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu. Meira »

Fylgjast með ferðaþjónustu

07:57 Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum. Meira »

105.000 krónur fyrir fram

07:37 „Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

07:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Fer yfir 25 stig í dag

06:56 Hiti fór yfir 20 stig austanlands í gær og gera spár ráð fyrir að hann gæti farið yfir 25 stig á stöku stað þar í dag. Um helgina er útlit fyrir kólnandi veður og að á Norðausturlandi fari hitinn ekki yfir 7 stig. Meira »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Óska eftir íbúð til leigu.
Óska eftir lítilli íbúð til leigu (25fm+) allt frá stúdíó til 2 herbergja íbúð. ...
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Golfbílar
Mjög vel útbúnir bílar, með ljósum/háum ljósum, stefnuljósum, flautu, skriðvörn,...