Kjósa ekki nýjan fulltrúa í stjórn

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglufélag Norðurlands vestra (LNV) hyggst ekki kjósa nýjan fulltrúa í stjórn Landssambands lögreglumanna að svo komnu máli vegna bílamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag.

Félagið fundaði á Sauðárkróki í dag og ályktaði fundurinn að „ákveðnir hagsmunir lögreglumanna og forystu stjórnar LL [Landssambands lögreglumanna] fari ekki saman svo sem í framtíðar skipulagi í bílamálum, í málefnum sérsveitar RLS og fata- og búnaðarmálum.“  

Hafði lögreglufélagið áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem „forystumenn LL voru hvattir til að standa í lappirnar gagnvart ríkislögreglustjóra og viðbrögð LL voru engin og ekkert sem bendir til þess að þeir muni beita sér í þeim málum,“ að því er segir í yfirlýsingunni.

Stjórnin styðji því þá ákvörðun fulltrúa Lögreglufélags Norðurlands vestra að segja sig úr stjórninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert