Kvenfélag fyrir karla

Framsýnar konur. Frá vinstri: Ásrún Ýr Kristmundsdóttir, Katrín Sigurðardóttir og …
Framsýnar konur. Frá vinstri: Ásrún Ýr Kristmundsdóttir, Katrín Sigurðardóttir og Ólöf Indriðadóttir.

Framsýnar konur stofnuðu Kvenfélagið Heklu í Minneapolis í Bandaríkjunum 1925 og nú, tæplega öld síðar, hafa þær hleypt körlum í félagið í þeim tilgangi að fjölga röddum, efla félagið og styrkja.

Hekla er elsta starfandi Íslendingafélagið í Bandaríkjunum og átti sína fulltrúa á 100. þjóðræknisþinginu, sem fór fram í Winnipeg í Kanada ekki alls fyrir löngu. Pat Brennecke er formaður og Ásrún Ýr Kristmundsdóttir varaformaður. Tilgangurinn með stofnuninni var að treysta bönd fólks af íslenskum ættum, hlúa að íslenskri arfleifð og aðstoða hjálparþurfi fólk, ekki síst ungar konur, sem fluttu frá Minnesota og nágrenni til borgarinnar.

„Konurnar úr sveitinni höfðu ekkert félagslegt stuðningsnet í borginni og félagið var hugsað sem hjálparhella fyrir þetta unga fólk, nokkurs konar félagslegt kerfi,“ segir Katrín Sigurðardóttir kjörræðismaður, sem vinnur náið með stjórn félagsins.

Til að byrja með var félagið saumaklúbbur 17 kvenna. Þær urðu að vera frá Minnesota, vera giftar og af íslenskum ættum í báðar ættir. Reglurnar hafa breyst mikið í tímanna rás en konurnar hafa samt ekki viljað opna félagið fyrir körlum fyrr en nú.

Sjá samtal við Katrínu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert