Léleg veiði í vatnslitlum ám

Veiðin er mjög léleg í vatnslítilli Kjarrá og Þverá. Einnig …
Veiðin er mjög léleg í vatnslítilli Kjarrá og Þverá. Einnig í Norðurá. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Þetta er hamfaraástand, sem verður bara verra og verra. Fiskurinn nær ekki að komast upp í árnar,“ segir Þórður Þorsteinsson, leiðsögumaður í Þverá og Kjarrá.

Í laxveiðiám í Borgarfirði hefur lítið sem ekkert veiðst af laxi á fyrstu vöktunum. Í Norðurá hefur ekki veiðst lax í viku, að því er fram kemur í umfjöllun um veiðiskapinn í Morgunblaðinu í dag.

Árnar eru svo vatnslitlar að laxinn liggur á dýpstu stöðum og sýnir flugum veiðimanna lítinn áhuga. Jafnvel þótt fari að rigna mun taka tíma fyrir jarðveginn í kringum árnar að taka í sig raka sem hann getur svo miðlað út í árnar. Og nokkur bið gæti verið eftir regni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert