Lýsa streitu og kulnun

38% hjúkrunarfræðinga telja sig að miklu eða mjög miklu leyti …
38% hjúkrunarfræðinga telja sig að miklu eða mjög miklu leyti útbrunnin vegna náms. mbl.is/Eggert Jóhannesson

31% hjúkrunarfræðinema fann fyrir mikilli streitu í námi og 62% fyrir miðlungsmikilli streitu, að því er fram kemur í frumniðurstöðum gagnaöflunar meðal hjúkrunarfræðinema sem útskrifuðust á síðasta ári úr HÍ og HA. 38% töldu sig vera að miklu eða mjög miklu leyti útbrunnin vegna námsins.

Gagnaöflunin er fyrsti hluti rannsóknar þar sem tilgangurinn er m.a. að skanna almenna streitu meðal hjúkrunarfræðinema, streitu tengda námi, kulnun, bjargráðum við streitu, framtíðaráformum í hjúkrun og bakgrunnsbreytur meðal hjúkrunarfræðinema. Erlendar rannsóknir sýna að kulnun í námi hefur áhrif eftir að hjúkrunarfræðinemendur eru útskrifaðir. Þá hefur kulnun verið tengd við lakari faglega færni í starfi eftir útskrift og þá ákvörðun að hætta að starfa við hjúkrun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert