Þegar heimurinn breytist, þá breytist NATO

Jens Stoltenberg sótti Ísland heim í dag.
Jens Stoltenberg sótti Ísland heim í dag. Kristinn Magnússon

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, segir mikilvægt að hafa í huga að friður í aðildarríkjum bandalagsins sé síður en svo sjálfsagður. Horfast þurfi í augu við að aldrei verði að fullu komið í veg fyrir hryðjuverk og þegar aðildarríki NATO verði fyrir slíkum árásum leiti hann í persónulega reynslu sína síðan hann stóð frammi fyrir hryðjuverkunum í Útey og Ósló í júlí 2011, þegar hann var forsætisráðherra Noregs og þurfti að hughreysta þjóð sína. Hann segir að mikilvægi ríkjanna á Norðurslóðasvæðinu fyrir NATO fari vaxandi og að Ísland gegni mikilvægu hlutverki innan bandalagsins á margan hátt.

Stoltenberg var staddur hér á landi í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag þar sem hann átti vinnu- og samræðufundi með Katrínu og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. 

Síðar um daginn hélt hann erindi á opinni málstofu á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ, utanríkisráðuneytisins og Varðbergs og eftir þann fund gaf hann sér tíma til að setjast niður til viðtals með blaðamanni Morgunblaðsins. Stoltenberg var kátur eftir fundinn sem hann sagði einkar vel heppnaðan og hann væri síður en svo þreyttur eftir öll fundahöld dagsins. „Ég er kornungur maður og það þarf meira til að þreyta mig,“ sagði hann hlæjandi. „Allir þessir fundir minna mig á kosningabaráttuna í gamla daga.“

Jens Stoltenberg á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs ...
Jens Stoltenberg á fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs og utanríkisráðuneytisins í Norræna húsinu í dag. Haraldur Jónasson/Hari

Ófyrirsjáanleiki og brotakennt ástand

Áðurnefndur fundur var haldinn undir yfirskriftinni NATO og Ísland í 70 ár: Öflug samvinna á óvissutímum. Spurður um hvaða óvissu NATO-ríkin búi við núna, 70 árum eftir stofnun bandalagsins segir Stoltenberg að hún felist fyrst og fremst í ófyrirsjáanleika.

„Á tímum kalda stríðsins tókust austur og vestur á á ýmsan hátt. Að hluta til var það ástand fyrirsjáanlegt; það var auðvelt að bera kennsl á hætturnar því þær komu fyrst og fremst úr einni átt; frá Sovétríkjunum. Ástandið í dag er brotakenndara og flóknara ekki síst vegna framferðis Rússa en einnig vegna ýmissa hryðjuverkasamtaka víðs vegar í heiminum og ný tækni spilar þar inn í. Þetta er áskorun fyrir NATO og það verður sífellt erfiðara að spá fyrir um hvaða ógnir við þurfum að fást við á morgun. Fáir hefðu getað spáð fyrir um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 9/11, vöxt ISIS eða netárásir sem gerast á hverjum einasta degi.“

Í viðtalinu, sem birtast mun í heild sinni í Morgunblaðinu á morgun, segir Stoltenberg sambandi NATO við Rússa best lýst sem tvískiptu. NATO þurfi að sýna styrk, en á sama tíma samstarfsvilja. Hann segir að framlag smáríkis á borð við Ísland sé mikils metið; hafa beri í huga að Ísland hafi verið eitt af stofnríkjum NATO árið 1949. 

„Við megum ekki gleyma því að Ísland var eitt af stofnríkjum NATO árið 1949, það var nákvæmlega jafn herlaust þá og í dag og litlu sem engu fé var þá ráðstafað til varnar- eða öryggismála. Landfræðileg staða landsins í miðju Atlantshafinu er mikilvæg, t.d. hefur flugvöllurinn í Keflavík skipt miklu máli í eftirliti í lofti á norðurslóðum, ekki síst þar sem fleiri rússnesk loftför, skip og kafbátar fara nú um Norður-Atlantshafið en fyrir nokkrum árum. Þá leikur Ísland mikilvægt hlutverk við ýmsa þjálfun innan NATO, m.a. í Afganistan og Kósóvó,“ segir Stoltenberg.

Jens Stoltenberg segir að aldrei verði að fullu komið í ...
Jens Stoltenberg segir að aldrei verði að fullu komið í veg fyrir hryðjuverk. Kristinn Magnússon

Í viðtalinu rifjar hann einnig upp viðbrögð sín við hryðjuverkunum í Útey og Ósló 22. júlí 2011, en æðruleysi hans og allrar norsku þjóðarinnar vakti aðdáun og virðingu um heim allan. Hann hefur deilt þessari reynslu sinni og sýn með þjóðarleiðtogum í löndum þar sem hryðjuverk hafa verið framin. 

„Mér tókst að standa með eigin gildum þegar ég stóð frammi fyrir þessum hræðilegu atburðum árið 2011 og það eru þau skilaboð sem ég vil koma á framfæri sem framkvæmdastjóri NATO. Hryðjuverk eru grimmdarverk, þau eru skelfileg en þegar við höfum staðið frammi fyrir þeim þá virðist það besta í okkur koma fram; samstaða og kærleikur,“ segir Stoltenberg í viðtalinu sem birt verður í heild sinni í Morgunblaðinu á morgun.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dæmdur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi

13:24 Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi. Auk þess var manninum gert að greiða dóttur sinni 400.000 krónur í miskabætur. Meira »

Snýst „um mannréttindi“

13:23 „Meginatriðið er að þetta snýst fyrst og fremst um mannréttindi en ekki um íslensku. Ég hef aldrei séð nein rök fyrir því að aukið frelsi í þessu hafi neikvæð áhrif á íslenskuna,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sem furðar sig á því að mannanafnafrumvarpið hafi verið fellt á Alþingi í nótt. Meira »

Samlokur fyrir örvhenta

12:28 Nýjar samlokur fyrir örvhenta eru komnar á markaðinn. Það er fyrirtækið „Jömm“ sem framleiðir samlokurnar en þar sem lítið er hugsað um sérþarfir örvhentar ákáðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessu þyrfti að breyta. Samlokunum er pakkað með þeim hætti að einstaklega þægilegt er fyrir örvhenta að neyta þeirra. Meira »

Landsrýniskýrsla um heimsmarkmiðin birt

12:26 Sameinuðu þjóðirnar hafa birt skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun.  Meira »

Framhaldsskólar fá ekki skerðingu

12:12 Framlög til framhaldsskólastigsins hafa hækkað um tæpa fimm milljarða frá árinu 2017 til 2019, eða 15,8%. Sú hækkun mun haldast inni í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 þó að framlög hækki ekki eins og stóð til, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

„Við viljum verja velferðina“

11:59 „Við viljum verja velferðina og fjárfesta í framtíðinni, en ríkisstjórnarflokkarnir eru að gera hvorugt,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjármálaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Meira »

Nýir grænir skattar skili 2,5 milljörðum

11:53 Gert er ráð fyrir að nýir grænir skattar verði lagðir á almenna urðun sorps frá heimilum og fyrirtækum og gjald verði lagt á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sem meðal annars er að finna í sumum kæliskápum. Áætlaðar tekjur nema 2,5 milljörðum króna árið 2021, þegar skattarnir verða komnir í gagnið. Meira »

Varað við töfum á umferð

11:53 Stefnt er að því að fræsa Nýbýlaveg í kvöld, um það bil 60 metra á báðum akreinum næst gatnamótum við Dalveg. Annarri akreininni verður lokað í einu og viðeigandi merkingar settar upp meðan á framkvæmd stendur. Meira »

Lögreglan með öryggisvakt í Stjórnarráðinu

11:36 Embætti ríkislögreglustjóra hefur auglýst þrjár stöður varðstjóra í nýrri deild sem mun annast öryggisgæslu en auglýsingin birtist í Lögbirtingarblaðinu á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri mun taka við öryggisvakt í húsnæði æðstu stjórnar ríkisins. Meira »

„Þarf að stoppa í velferðargötin“

11:26 Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til að útgjöld í fjármálaáætlun 2020 til 2024 verði hækkuð um 113 milljarða og tekjur auknar um 115 milljarða miðað við upphaflega tillögu ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Meira »

Býður upp á umbúðalaust grænmeti og ávexti

11:25 SUPER1 hóf í dag sölu á umbúðalausu grænmeti og ávöxtum í verslun sinni að Faxafeni 14. Þetta er tilraunaverkefni og fyrirhugað er að umbreyta grænmetisborðum í öðrum verslunum á sama hátt ef vel gengur. Meira »

Hagnaður Odda 22,9 milljónir

11:20 Hagnaður fiskvinnslu- og útgerðarfélagsins Odda á Patreksfirði dróst verulega saman á síðasta uppgjörsári og nam 22,9 milljónum króna samanborið við 152,7 milljónir ári fyrr. Reikningsár fyrirtækisins stendur frá 1. september ár hvert og til loka ágústmánaðar næstkomandi árs. Meira »

Ferðalag mjaldranna í myndum

10:53 „Það eru allir glaðir og ánægðir og í það heila gekk þetta vonum framar,“ segir Sig­ur­jón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóra sérverkefnadeildar TVG-Zimsen, sem sá um flutning mjaldranna frá Keflavík til Vestmannaeyja í gær. Meira »

Helga landaði laxi með glæsibrag

09:45 Reykvíkingur ársins 2019 er Helga Steffensen, sem hefur skemmt yngstu kynslóðinni í 40 ár með Brúðubílnum, og hún fékk því fyrst allra að renna fyrir lax í Elliðaánum í morgun. Þrátt fyrir hæga byrjun á laxveiðisumrinu átti hún ekki í vandræðum með að krækja í fisk. Meira »

Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti

09:16 Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhúss Reykjavíkurborgar rannsakar kvartanir skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, vegna framgöngu Vigdísar Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borginni. Tæplega 100 blaðsíðna erindi þess efnis barst Vigdísi með ábyrgðarpósti í gærkvöldi. Meira »

Þurrkurinn í júní mun ekki slá metið frá 1971

07:57 Svo bar til að það rigndi í Reykjavík síðdegis í gær. Ekki var það nú mikið því 0,2 millimetrar mældust í sjálfvirka mælinum við Veðurstofu Íslands þegar lesið var af honum klukkan 16 í gærdag. Meira »

Birgir neitar að koma með vörur

07:57 Ljóst er að kaupmenn í miðbænum hafa ekki farið varhluta af tíðum framkvæmdum þar og dæmi eru um að birgir hreinlega neiti að keyra vörur í verslun sökum erfiðs aðgengis. Meira »

Lúsmý spýtir ensími í stungurnar

07:37 Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveitum og bítur á nóttunni,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands. Meira »

Farnar að éta og hreyfa sig

07:25 Litla-Grá og Litla-Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. Þær fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Meira »
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Bókalind - antikbókabúð
Erum með fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matreiðslubæku...
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...