Nöfn þeirra sem létust í slysinu

Hjónin sem létust voru á sextugsaldri og sonur þeirra, sem …
Hjónin sem létust voru á sextugsaldri og sonur þeirra, sem einnig lést, var rúmlega tvítugur. mbl.is

Þau sem létust í flugslysinu við Múlakot í Fljótshlíð á sunnudagskvöld hétu Ægir-Ib Wessman, Ellen Dahl Wessman og Jon Emil Wessman. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu.

Ægir og Ellen voru á sextugsaldri, fædd 1963 og 1964, en sonur þeirra Jon Emil var fæddur 1998.

Ægir var reyndur flugstjóri og starfaði meðal annars sem yfirflugstjóri hjá WOW air. Ellen var sjúkraþjálfari að mennt.

Annar sonur þeirra og ung kona eru mikið slösuð eftir flugslysið, en líðan þeirra er stöðug, samkvæmt tilkynningu lögreglu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert