Óvissustig á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum

Sumarhúsaeigendur berjast hér við sinueld í Skorradal í lok mars …
Sumarhúsaeigendur berjast hér við sinueld í Skorradal í lok mars árið 2013. Ljósmynd/Örn Arnarson

Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum.

Frá þessu er greint á vef Almannavarna, en þar segir að Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almannavarnir í héraði, hafi ásamt viðbragðsaðilum áhyggjur af hættu á gróðureldum á Vesturlandi, sérstaklega í Skorradal.

Er því talið rétt að lýsa yfir óvissustigi, en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast „af náttúru eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað,“ að því er segir í fréttinni.

Veðurstofan Íslands sjái engin merki ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, eingöngu áframhaldandi hlýindi. Eru þeir sem leið eiga um og landeigendur því beðnir um að sýna aðgát við meðferð  opins elds og eldunartækja þar sem mikill gróður er.

mbl.is