Skemmtilegast að leika glæpakvendin

Bríet í Crossed.
Bríet í Crossed. Ljósmynd/Aðsend

Hin 27 ára gamla Bríet Kristjánsdóttir hefur verið að gera það gott sem leikkona í Los Angeles í Kaliforníu-ríki undanfarin ár. Hún lék nýverið íslenska glæpakvendið Völu í bandarísku dramaþáttunum Blindspot og segir tækifærið hafa verið skemmtilegt, ekki síst vegna þess að illkvittnar konur séu einmitt hennar sérhæfing. 

„Ég fór í áheyrnarprufur fyrir einhverjum mánuðum og svo voru tökurnar um svipað leyti og þátturinn var bara að koma út núna í síðustu viku. Prufuna fékk ég í gegnum Árna umboðsmanninn minn og þau voru semsagt að leita að einhverjum til að leika íslenskan karakter. Hún er íslenskt glæpakvendi.

„Það er mjög fyndið því ég er mikið fengin í prufur fyrir glæpakvendi og allskonar illkvittnar konur. Þannig þetta var alveg fullkomið fyrir mig. Eftir prufuna bókaði ég svo hlutverkið og flaug svo til Íslands því tökurnar voru heima,“ segir Bríet um Blindspot.

Tilbreyting að leika Íslending

Blindspot eru í framleiðslu NBC-stöðvarinnar og þykja feikivinsælir og eru meðal annars með einkunnina 7.5 á IMDB-vefnum. Bríet segir það hafa verið skemmtilega reynslu að leika Völu og sömuleiðis að fá að taka þáttinn upp hérna heima.

„Hún er mjög mikilvæg söguþræðinum. Hún er svona hægri hönd gæja sem heitir Icecream og er íslenskur glæpakóngur. Þau vinna þarna sama í einhverjum glæpagengjum í undirheimunum. Icecream er reyndar leikinn af Bandaríkjamanni þó hann eigi að vera íslenskur, hann talaði með íslenskum hreim og gerði það alveg mjög vel. Alveg rúllaði því upp.“

Leikhópurinn á setti við tökur á Blindspot.
Leikhópurinn á setti við tökur á Blindspot. Ljósmynd/Aðsend

Bríet segir það hafa verið tilbreytingu að fá að leika íslenskan karakter, en hún hafi mestmegnis verið að leika amerískar persónur undanfarin ár.

„Ég er stundum að leika það sem er kallað úti evrópska karaktera þegar maður á að vera með bara einhvern almennan evrópskan hreim. En annars mjög mikið af amerískum skvísum þannig það var mikil tilbreyting að fá að leika íslenska stelpu.

„Mér fannst þetta alveg ótrúlega gaman því ég er svo vön því að vera hérna í sólinni og hitanum og þambandi vatn og svo vorum við þarna í tökum upp á jökli og niðri við sjóinn og þetta var bara allt annar pakki. Það var ótrúlega gaman að upplifa það en vá hvað mér var kalt,“ segir Bríet og hlær.

„Ég kem frekar oft heim en þá er ég ekki mikið hoppandi upp á jöklum og svona.“

Líður vel úti

Bríet hefur í nógu að snúast í Bandaríkjunum og þó að hugurinn leiti stundum heim til Íslands sé hún ánægð í veðurblíðunni í Kaliforníu.

„Ég er núna í tökum á kvikmynd sem heitir Crossed þar sem ég leik aðalhlutverk sem heitir Evelyn Cross. Þetta er svona action-thriller og Evelyn er barþjónn sem er svo dregin út í glæpastarfsemi. Allt voða spennandi.

Bríet Kristjánsdóttir.
Bríet Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Svo er ég alltaf í hafmeyjuþáttunum mínum, Life as a mermaid. Ég kom í þættina 2016, tíminn flýgur. Þeir ganga mjög vel. Þetta voru alltaf Youtube-þættir en þeir voru núna að færast yfir á Amazon-prime því það var svo mikil eftirspurn og áhorf. Það eru líka alltaf fleiri og fleiri farnir að kannast við mig úr þáttunum þannig það er mjög gaman hvað þeir ganga vel,“ segir Bríet og segir það einkennilega en jafnframt skemmtilega tilfinningu þegar ókunnugt fólk veit hver hún er.

„Mér líður ótrúlega vel hérna. En það er alltaf ótrúlega gaman að fara til Íslands í vinnu og senan er ótrúlega flott heima. En eins og er er mikið að gera hjá mér hérna og ég er líka með umboðsmann í London og er að fara þangað eftir tvær vikur fyrir verkefni. Ég ætla bara að sjá hvert verkefnin taka mig en eins og er líður mér vel hérna í sólinni. Í framtíðinni væri ég kannski til í að vera í Borgarleikhúsinu. Einhverntímann, eftir einhver ár.“

Fótbrotnaði í generalprufunni 

Þegar blaðamaður hefur það á orði að veðrið hérna hinum megin við Atlantshafið sé nú ekki búið að vera svo slæmt upp á síðkastið hlær Bríet og segir að skjótt skipast veður í lofti.

„Það er búið að vera svo kalt hérna. Hvað er að frétta. Ég er búin að vera bara úlpu. En ætli það hafi ekki alveg verið kominn tími á smá sól heima.“

Bríet í Crossed.
Bríet í Crossed. Ljósmynd/Aðsend

Bríet lærði til stúdentsprófs við Verzlunarskólann og þá þegar átti leiklistin hug hennar allan. Í kjölfarið flutti hún síðan út til Bandaríkjanna og lærði leiklist við einn virt­asta leik­list­ar­skóla Banda­ríkj­anna, The American Aca­demy of Dramatic Arts. Hún vann síðan í London í nokkurn tíma en kunni betur við Kaliforníu og flutti því tilbaka eftir tæplega tveggja ára dvöl í Bretlandi.

Bríet segir leiklistaráhugann alltaf hafa verið til staðar og að fyrsta hlutverkið hafi líklegast verið á Nemendamótssýningu Verzlunarskólans þegar Bugsy Malone var sett upp.

„Þá var það glæpakvendið, þarna byrjaði það. Leikstjórinn ákvað að breyta aðal glæpónum í konu svo ég gæti verið það hlutverk. Mér fannst það alveg geggjað, að taka bara strákahlutverk og vera geðveikt badass gella. Það var ótrúlega gaman. Svo var það á generalprufunni að það datt einhver ofan á fótinn á mér og ég fótbrotnaði. En svo setti leikstjórinn mig bara í hjólastól og ég gat verið með. Þarna fékk ég vissulega illmennið á bragðið í fyrsta sinn,“ segir Bríet kímin.

mbl.is

Innlent »

Rauf skilorð og fór aftur á bak við lás og slá

Í gær, 23:23 Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði mann til að afplána 125 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt tveimur dómum sem hann hlaut í héraði, í fyrra og og þessu ári. Maðurinn rauf skilyrði reynslulausnar, en hann var nýverið handtekinn grunaður um innbrot og þjófnað. Meira »

Sandfokið ekkert annað en hamfarir

Í gær, 21:52 „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir sem geisað hafa í V-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook þar sem hann lýsir miklu sandfoki á ferð hans austur í Skaftafell í dag. Meira »

700 á biðlista eftir íbúðum í Gufunesi

Í gær, 21:10 Um sjö hundruð manns eru á biðlista eftir 120 íbúðum í Gufunesi. Níu lóðarvilyrði hjá Reykjavíkurborg eru með ströngum kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Meira »

Stærsti samningur í sögu Kolviðar

Í gær, 20:58 Bláa lónið hefur samið við Kolvið um að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins frá og með árinu 2019, en markmiðið er að binda kolefni sem fellur til vegna allrar starfsemi Bláa lónsins og er um að ræða stærsta samning sem Kolviður hefur gert við nokkurt fyrirtæki á Íslandi fram til þessa. Meira »

Fyrstu keppendur lagðir af stað

Í gær, 20:37 „Þau hjóla saman um 6 kílómetra en svo er hraðinn gefinn frjáls og þá teygist úr hópnum,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, en keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í hringinn í kringum landið fyrr í kvöld. Meira »

Hvílir sig fyrir þungan róður

Í gær, 20:32 „Þegar heilsan er orðin góð og veðrið er gott, þá er ég farin,“ segir kaj­akræðar­inn Veiga Grétarsdóttir sem rær um þessar mundir rangsælis í kringum landið. Veiga er búin að ljúka um þriðjungi leiðarinnar en er nú komin til Reykjavíkur þar sem hún hyggst hvíla sig um stund í kjölfar veikinda. Meira »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

Í gær, 20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

Í gær, 20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

Í gær, 19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

Í gær, 18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

Í gær, 18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

Í gær, 18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

Í gær, 17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

Í gær, 17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

Í gær, 16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

Í gær, 16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

Í gær, 16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

Í gær, 15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

Í gær, 15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »
Nudd - Rafbekkkur 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019 Lyft...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
þvottavél velsög handfræsari hjolbörur
hjolbörur þvottavel velsög handfræsari ódyrt 6633899...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...