Steinbryggja sýnileg í sumar

Steinbryggja. Svona mun svæðið líta út þegar framkvæmdum lýkur.
Steinbryggja. Svona mun svæðið líta út þegar framkvæmdum lýkur.

Brátt lýkur framkvæmdum í Tryggvagötu og umhverfis Hafnartorg í Kvosinni í Reykjavík. Þegar gamla steinbryggjan sem liggur undir Pósthússtræti kom í ljós við gatnaframkvæmdir í fyrrasumar var ákveðið að breyta hönnun götunnar og gera bryggjuna sýnilega.

Þessi breyting seinkaði framgangi verksins er nú unnið að frágangi við gömlu bryggjuna. Þessi endurnýjaði kafli, milli Tryggvagötu og Geirsgötu, var áður hluti Pósthússtrætis en mun framvegis heita Steinbryggja, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Steinbryggjan var upphaflega reist af bæjarsjóði Reykjavíkur árið 1884. Hún þótti á sínum tíma dýr en mikil framför miðað við litlu trébryggjurnar út af fjörukambinum sem voru í einkaeigu kaupmanna. Steinbryggjan var fyrsti viðkomustaður þeirra sem komu til landsins. Bryggjan var vel sýnileg fram að seinni heimsstyrjöld, en fór þá undir uppfyllingu. Hún hefur í gegnum tíðina skotið upp kollinum af og til við gatnaframkvæmdir og lagnavinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert