Það er að skýrast hvenær ljúka má þingi

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að þinglok velti ...
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að þinglok velti á því hvernig takist að afgreiða breytta fjármálaáætlun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir það munu ráðast í dag eða á morgun hvenær mun takast að ljúka þingstörfum. Ljóst er að klára þurfi nokkur mál.

Hann þorir ekki að fullyrða um þinglok en „miðað við gang mála eins og hann var síðustu daga fyrir hvítasunnu, ef hann heldur áfram næstu daga og menn ná kannski samkomulagi um þinglok, er reynslan sú að hlutirnir geti gengið hratt fyrir sig,“ segir Sigurður Ingi. Í dag eða á morgun skýrist hvort unnt verði að ljúka þingstörfum í vikunni.

Fjármálaáætlun til umræðu á fimmtudaginn

„Fjármálaáætlunin er hluti af þessu og hún verður kannski ekki tilbúin til umræðu fyrr en á fimmtudaginn,“ segir Sigurður Ingi. Hún er núna til umræðu í nefndum en fer ekki aftur inn í þingið fyrr en nefnd metur það svo.

Gagnrýni hefur komið fram á breytta fjármálaáætlun, meðal annars í orðum Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem fullyrti að í breyttri áætlun fælist 8 milljarða króna lækkun á framlögum ríkissjóðs til málefna öryrkja.

Sigurður Ingi segir ekki um niðurskurð að ræða, heldur ákveðið endurmat. „Við erum fyrst og fremst að bregðast við breyttum hagspám, sem þýðir að sú aukning sem við sáum fyrir okkur að gæti orðið á næstu árum verði hægari, en það er samt aukning,“ segir hann. „Við sáum fyrir okkur að til þess að búa í haginn fyrir framtíðina þurfum við svolítið að fara að hugsa meira um það hvernig við nýtum fjármunina, til dæmis með endurmati á útgjöldum,“ segir hann.

Ekkert breyst í orkupakkamáli

„Ríkisstjórnin leggur áherslu á að klára þau mál sem hafa farið í gegnum þinglega meðferð í vetur. Þau eru fjölmörg,“ segir Sigurður. Á meðal mála sem ríkisstjórni hafi lagt áherslu á að klára séu sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, breyting á fiskeldislögum og fleiri mál.

Til stóð að greidd yrðu atkvæði um fjölda mála í morgun, sem umræðu var þegar lokið um, en öllum atkvæðagreiðslum hefur verið frestað til hálf sex í dag.

Sömuleiðis er ríkisstjórnin öll á þeirri skoðun að þingsályktunartillaga um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sé útrædd og að hana beri að afgreiða á þessu þingi.

Um það hvort ríkisstjórnin hafi að einhverju leyti hugsað sér að láta orkupakkann bíða fram á haust, segir Sigurður Ingi að þar hafi ekkert breyst. Hann endurtekur að áhersla ríkisstjórnarinnar sé á að öll mál sem hafi fengið þinglega meðferð fari í gegn á þessu þingi.

Það sem hefur gert stöðuna flókna að mati Sigurðar er að stjórnarandstaðan sé klofin og komist ekki að samkomulagi um mál sem hún vill klára á þessu þingi eða fresta.

mbl.is

Innlent »

Gagnrýnir afskipti Ragnars Þórs harðlega

22:54 „Mér þykir þessi atburðarás vægast sagt mjög hryggileg, ef ég á að segja eins og er,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um þá ákvörðun fulltrúaráðs VR að skipta út fulltrúm sínum í stjórn sjóðsins. Meira »

Rispurnar sumar gerðar með áhöldum

22:15 Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir fyrstu athuganir á Helgafelli við Hafnarfjörð leiða í ljós að sumar rispurnar hljóti að hafa verið gerðar með áhöldum eða hnífum. Svo djúpar eru þær. Meira »

„Ef fólk biður um stríð fær það stríð“

22:08 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir eineltisásakanir á hendur henni „ekkert annað en pólitískar ofsóknir á pólitíska andstæðinga borgarstjóra.“ Hún ætlar ekki að svara símtölum eða pósti um málið. Meira »

Ólafur Reimar segir skilið við VR

21:42 Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV), hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR og um leið frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt fyrir stéttarfélagið undanfarin ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ólafi. Meira »

Sumir kalla hann Ástarvitann

21:30 Eiginkonur sjómanna komu í vitann til að fara með bænir. Þær báðu fyrir því að þær myndu njóta hverrar stundar og hvers dags á meðan þær höfðu mennina sína á lífi. Enn kemur fólk til að biðja fyrir góðu. Meira »

Mánaðarbið eftir grænni tunnu

21:04 Sífellt fleiri kjósa að flokka sorp, einkum plastumbúðir, frá almennum úrgangi og setja í þartilgerða tunnu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni tunnu undir plast eru þær einfaldlega búnar í bili hjá Reykjavíkurborg. Biðtími eftir slíkri tunnu er um mánuður, samkvæmt upplýsingum frá borginni. Meira »

„Skiptir fyrirtækið miklu máli“

21:00 Fyrirtækið Sjótækni ehf. á Tálknafirði hefur staðist öryggisvottun samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO-45001 og endurnýjun á umhverfisstaðlinum ISO-14001, eftir að norska vottunarstofan DNV-GL tók út starfsemi þess. Meira »

Samþykktu að afturkalla umboðið

20:37 Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og tilnefna nýja í þeirra stað. Meira »

Gera ráð fyrir frábærri hátíð

20:30 Undirbúningur fyrir Secret Solstice-hátíðina hefur gengið vonum framar að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að koma til móts við kvartanir íbúa og mikil ánægja er með þá tónlistarmenn sem hlaupa í skarðið fyrir þá sem hafa forfallast. Meira »

Ævintýri á gönguför

20:25 Sagt hefur verið að Kristján Sveinsson stýrimaður sé eini maðurinn sem hafi gengið frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi. „Það man þetta ekki nokkur maður því þeir eru allir farnir sem voru með mér en strákarnir sögðu þetta og sagan er góð,“ segir Kristján dulur. Meira »

Þingi formlega frestað

20:06 Þingi var frestað þegar breytt fjármálaáætlun og -stefna höfðu verið samþykktar með meirihluta atkvæða þingmanna. Helga Bernódussyni fráfarandi skrifstofustjóra Alþingis voru þökkuð störfin. Meira »

Heimahjúkrun að óbreyttu lögð niður

19:30 Eftir að Sjúkratryggingar Íslands sögðu upp samningi við Heimahjúkrun barna stefnir í að starfsemin verði lögð af. Að sögn hjúkrunarfræðings eru foreldrar langveikra barna uggandi yfir stöðunni. Meira »

Coats fundaði með Guðlaugi Þór

19:28 Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi. Meira »

Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

19:03 Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

18:36 „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Fengu 50 kjamma á Alþingi

18:25 „Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna. Meira »

Fær 9,9 milljónir í skaðabætur

17:11 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Deloitte og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða útgerðar- og athafnamanninum Magnúsi Kristinssyni tæpar 9,9 milljónir króna í skaðabætur, vegna mistaka sem Deloitte gerði við vinnslu skattframtala Magnúsar fyrir tekjuárin 2007 og 2009. Meira »

Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins

17:09 Mörkuð voru tímamót í dag þegar Bjarg leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni sem fer á leigu. Greiðslubyrðin á ekki að verða meiri en 25% af heildartekjum. Meira »

Enn stefnt að skuldalækkun

16:56 Skuldir ríkissjóðs munu áfram lækka, en þó hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, samkvæmt breyttri fjármálaáætlun sem lögð var fram á alþingi í dag. Í stað þess að hlutfallið fari niður í 20,9% árið 2022 er nú gert ráð fyrir að það verði 22,4% enda verði afgangur að rekstri ríkissjóðs minni en áður var lagt upp með. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik, S. 7660348 , Alena...
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...