„Þetta gekk allt eins og í sögu“

Leikmenn íslenska liðsins fagna öðru marki Ragnars Sigurðssonar á Laugardalsvellinum …
Leikmenn íslenska liðsins fagna öðru marki Ragnars Sigurðssonar á Laugardalsvellinum í kvöld. mbl.is/Hari

„Þetta gekk allt eins og í sögu,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eftir landsleik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í kvöld. Umferðin gekk greiðlega fyrir sig eftir leikinn og áhorfendur höguðu sér vel.  

„Það virðist vera að Íslendingar séu farnir að læra þetta. Það gengur reyndar allt betur þegar við vinnum leiki. Það er styttra í brosið og fólk er tilbúið að gefa öðrum séns. Þess vegna verðum við að vinna alla leiki,“ segir Árni og brosir. 

Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu. 

mbl.is