Varar fólk við að koma með bursta á völlinn

Íslenska landsliðið.
Íslenska landsliðið. AFP

Undirbúningur fyrir viðureign Íslands og Tyrklands á Laugardalsvellinum í kvöld hefur gengið vel fyrir sig og stemningin í íslenska hópnum er frábær segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ. Víðir segir mikilvægt að íslensku stuðningsmennirnir láti kvöldið snúast um fótboltann og varar við því að komi fólk með uppþvottabursta á völlinn geti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir íslenskan fótbolta.

„Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel. Það var allt á áætlun hjá okkur í dag og við erum mjög sátt með allt,“ segir Víðir.

Litið á burstann sem kynþáttaníð

„Það er eitt sem við höfum orðið vör við sem við höfum áhyggjur af og það er þessi húmor sem er búin að vera í gangi með þennan uppþvottabursta og að það sé einhver umræða um það að menn ætli jafnvel að taka með sér bursta á leikinn í kvöld,“ segir Víðir, en myndband af belgískum ferðamanni ota uppþvottabursta að fyrirliða tyrkneska liðsins, Emra Belözoglu, hefur valdið gríðarlegri reiði á meðal tyrkneskra stuðningsmanna.

„Við viljum koma því mjög skýrt á framfæri að það er litið á þetta sem kynþáttaníð í Tyrklandi og þar af leiðandi lítur UEFA á þetta sem kynþáttaníð. Ef okkar stuðningsmenn fara að veifa einhverjum burstum er það merki um kynþáttaníð og getur haft áhrif bara beint á leikinn, það getur haft áhrif að KSÍ og íslenskur fótbolti verði fyrir álitshnekki og síðan getum við jafnvel hlotið refsingu sem gæti til dæmis verið að við spilum leiki fyrir luktum dyrum.

„Þó að fólki finnist þetta kannski fyndið þá er það bara alls ekki svo og þetta getur orðið stórmál fyrir íslenska knattspyrnu.“

Stuðningsmennirnir ekki verið til vandræða

Að uppþvottaburstum frátöldum segist Víðir ekki búast við öðru en að allt gangi smurt fyrir sig, en uppselt er á leikinn í kvöld og er gert ráð fyrir um það bil 200 stuðningsmönnum tyrkneska liðsins.

„Það er ekkert annað sem við höfum fyrir okkur. Stuðningsmennirnir okkar eru þarna mættir til að styðja íslenska liðið og það er alveg sama hvaða læti hafa verið í einhverjum öðrum, þeir hafa aldrei látið það trufla sig. Það er ekki reiknað með því að það verði neitt vesen á tyrknesku stuðningsmönnunum sem eru að koma hérna í kvöld, þetta er ekki stór hópur og þeir hafa ferðast áður með liðinu og ekki verið til neinna vandræða. Við eigum von á því að fótboltinn sigri í kvöld og að þetta verði bara skemmtilegt.“

Sjaldan þurft að vökva jafn oft 

Þá segist Víðir vera gríðarlega ánægður með veðurblíðuna í dag.

„Þetta er náttúrulega bara frábært. Völlurinn er í besta ástandi sem hann hefur verið í lengi og við hlökkum mikið til kvöldsins. Það er alveg frábær stemning í okkar hópi. Það er vökvað alveg stöðugt og það er í sjálfu sér mjög óvanalegt að vallarstarfsmenn þurfi að vökva völlinn oft á meðan undirbúningur leiksins er í gangi og í hálfleik. Það er mjög sjaldgæft og hefur kannski einu sinni gerst á síðustu tuttugu árum. En við fögnum veðrinu og vökvum bara, teljum það ekki eftir okkur.“

Hvað varðar öryggisgæslu segir Víðir engar breytingar hafa orðið á þeim fyriráætlunum sem gerðar voru fyrir komu tyrkneska liðsins á sunnudag.

„Það er allt með mjög sambærilegu móti og þegar við spiluðum við þá seinast. Þetta er bara sama plan og samstarfið við tyrknesku öryggisverðina hefur gengið mjög vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þróa kerfi til að tryggja velferð barna

12:30 Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi. Meira »

„Umræðan verið nokkuð harkaleg“

12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. Meira »

Lið Toyota leiðir áheitasöfnunina

11:54 Lið World Class, Airport Direct og Advania, sem fara fremst í flokki í WOW Cyclothon, renndu framhjá Goðafossi klukkan 7:30 í morgun, en ræst var út í liðakeppni frá Egilshöll í gærkvöldi. Meira »

Tjá sig ekki um svar stjórnar LV

11:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) sendi Fjármálaeftirlitinu (FME) í gær svar við fyrirspurn FME vegna mats stjórnarinnar á lögmæti þess að fulltrúaráð VR hefur ákveðið að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn LV. Boltinn er hjá FME, að sögn formanns stjórnar. Meira »

Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi

11:02 Fulltrúar Landverndar munu síðar í dag afhenda undirskriftir rúmlega fimmþúsund Íslendinga sem vilja að friðlýsingu Drangajökulsvíðerna, sem innifelur athafnasvæði Hvalárvirkjunar, verði hraðað. Fer hópurinn fram á að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Skráðum kynferðisafbrotum fjölgar

10:55 Fækkun varð á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu í maí en mikil fjölgun á skráðum kynferðisafbrotum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019. Meira »

Meindýraeyðir man eftir fyrsta lúsmýinu

10:08 „Þetta er þetta helvítis lúsmý,“ sagði húsmóðir í Grafarvogi við meindýraeyði árið 2013. Ekki orðrétt, samt. Á þessum tíma var ekki komið íslenskt orð yfir þessa pöddu, sem gerir fólki nú lífið leitt. Meira »

Eldur í rjóðri við FSu

10:03 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Sprengisandsleið opnuð

10:01 Fært er nú yfir Sprengisand, en það var í gær sem Vegagerðin gaf út tilkynningu þess efnis. Unnið hafði verið síðustu daga að því að gera leiðina klára, en vegheflar voru sendir út á mörkina að sunnan frá Hrauneyjum og að norðan úr Bárðardal. Meira »

Sex ár fyrir tilraun til manndráps

09:20 Sindri Brjánsson, karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, en hann stakk annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Atvinnuleysi eykst

09:17 4,7% atvinnuleysi var í maí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 210.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í maí 2019. Það jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku. Meira »

„Bullandi meðvindur“ í Reykjadal

08:36 Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu. Meira »

Kúlan ekki úr eynni fyrr en 2047

08:18 Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu. Meira »

Fylgjast með ferðaþjónustu

07:57 Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum. Meira »

105.000 krónur fyrir fram

07:37 „Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

07:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Fer yfir 25 stig í dag

06:56 Hiti fór yfir 20 stig austanlands í gær og gera spár ráð fyrir að hann gæti farið yfir 25 stig á stöku stað þar í dag. Um helgina er útlit fyrir kólnandi veður og að á Norðausturlandi fari hitinn ekki yfir 7 stig. Meira »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 484.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
Þvottavél - vélsög - handfræsari - hjólbörur
Hjólbörur, þvottavél, vélsög, handfræsari, ódýrt, 6633899....
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...