Vill að undanbragðalaust verði upplýst um málið

Á föstudaginn lýk­ur fresti sem banda­rísk stjórn­völd hafa til að …
Á föstudaginn lýk­ur fresti sem banda­rísk stjórn­völd hafa til að skila inn skjöl­um, og ef til vill bæta við ákær­um gegn Assange. AFP

„Ég fæ upplýsingar um þetta fyrr eða síðar með einum eða öðrum hætti. Þannig gerist það í íslensku samfélagi. Hins vegar er það eðlilegt að það yrði undanbragðalaust upplýst um þetta mál,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um skort á upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum um aðstoð þeirra við banda­ríska lög­reglu­menn og sak­sókn­ara þar í landi vegna rann­sókn­ar á Julian Assange, stofn­anda Wiki­leaks. 

Fram hefur komið að banda­rísk stjórn­völd óskuðu eft­ir því við stjórn­völd hér á landi í lok fe­brú­ar að upp­lýs­inga yrði aflað um af­stöðu Sig­urðar Inga Þórðar­son­ar til að sjá hvort hann væri til­bú­inn að svara spurn­ing­um vegna saka­mál­a­rann­sókn­ar banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, á Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks.

Sigurður Ingi, einnig þekkt­ur sem Siggi hakk­ari, kom til skýrslu­töku hér á landi í byrj­un maí. Hann fór síðan vest­ur um haf til frek­ari skýrslu­töku í lok maí.

Kristinn hefur óskað eftir skriflegum svörum frá íslenskum yfirvöldum um aðstoðina fyrir föstudaginn 14. júní næstkomandi. Svörin hafa látið á sér standa frá ráðherrum, að sögn Kristins. Á föstudaginn lýk­ur fresti sem banda­rísk stjórn­völd hafa til að skila inn skjöl­um, og ef til vill bæta við ákær­um gegn Assange. Nú­ver­andi ákær­ur fela í sér há­marks­refs­ingu upp á 175 ára fang­elsi. 

Kristinn furðar sig á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi ekki tjáð sig um málið. Hann segir að þrátt fyrir að það hafi komið í ljós að meðal annars hafi verið óskað eftir vitnisburði frá Sigga hakkara liggur ekki fyrir hver aðdragandi hafi verið. Eins líka hvort og með hvaða hætti utanríkisráðherra kom að málum með diplómatískum leiðum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert