Atvinnusvæði í Blikastaðalandi

Hið nýja atvinnusvæði mun rísa við hliðina á Vesturlandsvegi, allt …
Hið nýja atvinnusvæði mun rísa við hliðina á Vesturlandsvegi, allt að 100 þúsund fermetrar. Mikil skógrækt er í hlíðum Úlfarsfellsins. Ljósmynd/Reitir

Reitir og Mosfellsbær undirrituðu fyrir helgina viljayfirlýsingu um skipulag og uppbyggingu atvinnusvæðis í landi Blikastaða í Mosfellsbæ.

Um er að ræða 15 hektara svæði sem afmarkast af Vesturlandsvegi, Korpúlfsstaðavegi og sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Reitir fasteignafélag er stærsta félagið í útleigu atvinnuhúsnæðis á Íslandi.

Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar er landnotkun svæðisins skilgreind sem blönduð landnotkun fyrir léttan iðnað, verslanir og þjónustustarfsemi. Svæðið liggur að fyrirhugaðri íbúðabyggð í Blikastaðalandi og gert er ráð fyrir að borgarlínan liggi í gegnum svæðið í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert