Byrjaðir að rífa húsið

Slökkviliðsmenn eru byrjaðir að rífa húsið, sem er gjörónýtt eftir …
Slökkviliðsmenn eru byrjaðir að rífa húsið, sem er gjörónýtt eftir eldinn. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi haft þar fasta búsetu. mbl.is/Arnþór

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í gömlu einbýlishúsi í Fossvogi í nótt og eru slökkviliðsmenn byrjaðir að rífa húsið. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi búið í húsinu, sem er klætt bárujárni og stendur á svokölluðum Fossvogsbletti neðan við Landspítalann.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn, en ekkert liggur fyrir um eldsupptök að svo stöddu. Sú rannsókn er í höndum tæknideildar lögreglu.

Slökkviliðið mun áfram vera með viðbúnað á staðnum, ef svo færi að kvikni í einhverjum glæðum er niðurrif hússins stendur yfir.

mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert