Dekkjastafli stóð upp við húsið

Húsið er gjörónýtt eftir eldsvoðann.
Húsið er gjörónýtt eftir eldsvoðann. mbl.is/Arnþór

Bíldekkjum hafði verið staflað við austurenda einbýlishússins sem brann í Fossvogi í nótt og vinnur tæknideild lögreglu nú að því að skoða hvort mögulega hafi verið kveikt í húsinu.

Ekkert mun þó liggja ljóst fyrir um eldsupptökin fyrr en að rannsókn lokinni, samkvæmt lögreglu.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var boðað á staðinn laust fyrir klukkan hálffjögur í nótt og þá stóð húsið, sem er bárujárnsklætt timburhús, í ljósum logum. Allt tiltækt lið var kallað út til þess að slökkva eldinn og gekk það greiðlega.

Enn er unnið að því að rífa húsið, sem er gjörónýtt, en þar hefur enginn haft fasta búsetu um nokkurt skeið. Slökkviliðið er enn með vakt á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert