Einn fékk fimmfaldan vinning í HHÍ

Sex miðaeigendur eina milljón króna hver og sautján fengu 500 …
Sex miðaeigendur eina milljón króna hver og sautján fengu 500 þúsund krónur hver. mbl.is/Golli

Einn heppinn miðaeigandi fékk 500 þúsund króna vinning í útdrætti kvöldsins hjá Happdrætti Háskóla Íslands, en þar sem hann var með trompmiða fimmfaldaðist vinningurinn og fær vinningshafinn því 2,5 milljónir króna í sinn hlut.

Þá fengu sex miðaeigendur eina milljón króna hver og sautján fengu 500 þúsund krónur hver. 

3.500 miðaeigendur skipta með sér rúmum 105 milljónum króna eftir útdrátt kvöldsins.

Milljónaveltan gekk ekki út og verður því þreföld í júlí – eða 30 milljónir króna fyrir einn heppinn miðaeiganda.

mbl.is