Eldur kviknaði í húsi á Akureyri

Eldur kviknaði í þaki hússins.
Eldur kviknaði í þaki hússins. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Eldur logaði í þaki húss að Strandgötu 31 á Akureyri í dag. Ekki var um mikinn eld að ræða en töluverðan reyk lagði af því. Engin slys urðu á fólki. 

Eldurinn kviknaði þegar unnið var að viðgerðum á þakinu þar sem þakpappi var bræddur við þakglugga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Í húsinu eru hótelíbúðir og verkfræðistofa. 

Tilkynning barst slökkviliðinu á Akureyri um lausan eld klukkan 16.15 í dag. Slökkviliðið var um tvær klukkustundir á vettvangi.   

Rúv greindi fyrst frá. 

Fréttin hefur verður uppfærð.

mbl.is