Forsetar spenntir fyrir ferðalagi

Guðni Th. Jóhannesson og Frank-Walter Steinmeier ræddu loftslagsmál, sameiginlega hagsmuni á norðurslóðum og alheimspólitík á fundi sínum á Bessastöðum fyrir hádegi í dag.

Á blaðamannafundi eftir fundinn sagði Steinmeier frá því að samræður hans og Guðna hefðu leitt það í ljós strax frá fyrstu stundu hve líka sýn þeir hefðu á alþjóðamál og á það hvernig tryggja mætti sem best viðskiptasambönd þjóða um heim allan. Þar skyldi forðast sundrungu.

Guðni tók til máls á þýsku á blaðamannafundinum en sagði ráðlegra að nota ensku að mestu leyti, þar sem hann væri óvanur því að tjá sig á þýsku. Enskuskotin þýska ætti þó ekki að vera vandamál, sagði hann, enda Þjóðverjar duglegir að taka upp ensk orð í sitt tungumál. Sem dæmi um það nefndi hann "Das Burnout," sem Þjóðverjar nota um kulnun í starfi. Það vakti lukku meðal Þjóðverja að heyra hvernig Íslendingar orðuðu þetta, kulnun.

Menn dásömuðu annars veðrið og kváðust spenntir fyrir ferðalagi Steinmeiers um Ísland. „Við hlökkum til ferðarinnar í því sem virðist ætla að vera besta veður ársins hér á landi,“ sagði Guðni.

Hér að ofan er myndband af hluta úr ræðu Steinmeier. „Landfræðileg fjarlægð á milli landanna hefur ekki hindrað náin samskipti þeirra á milli. Fyrsta samtalið okkar í morgun er búið að sýna mér hve lík sýn okkar á breytingunum í heiminum er í raun og veru. Sömuleiðis hefur sýnt sig að náin vinátta og samstarf milli landanna er ekki aðeins á hinu pólitíska sviði heldur í íþróttum, menningu og vísindum,“ segir Steinmeier í því.

Þjóðernisöfl í vexti á kostnað demókratískra flokka

Er Steinmeier var spurður um það hvernig honum hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað á strendur Íslands, sagði hann að áríðandi væri fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. 

Það var vel tekið á móti Frank-Walter Steinmeier á Bessastöðum.
Það var vel tekið á móti Frank-Walter Steinmeier á Bessastöðum. mbl.is/Arnþór

Demókratískir flokkar hafi verið að tapa fylgi víða en til þess að sporna við uppgangi síður æskilegra afla væri mikilvægt að demókratískir flokkar ynnu aftur það traust sem þeir áður höfðu. „Að sporna við þessu veltur mjög á demókratísku flokkunum. Sérstaklega þeim sem sitja í ríkisstjórnum heimsins,“ sagði Steinmeier.

Þá sagði Steinmeier að forsetarnir hefðu verið sammála um að marghliða alþjóðlegt samstarf væri eitthvað til þess að byggja enn frekar upp, frekar en að hafna því, eins og gagnrýnendur þess hafi gerst sekir um síðustu misseri. Til lítils er að vinna með því að hafna slíku, sagði Steinmeier.

Ísland geti verið fyrirmynd Þjóðverja í loftslagsmálum

Forsetarnir voru spurðir hvor um sig út í það hvað Þjóðverjar gætu lært af Íslandi í loftslagsmálum en sá málaflokkur er sérstakt hugðarefni Steinmeiers. 

Steinmeier sagði að Þjóðverjar hefðu margt að læra af Íslendingum í umhverfismálum, ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi, það er hve skjótt er skipt yfir í endurnýjanlega orkugjafa í stað til dæmis kola. Í Þýskalandi er verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. 

Þá sagði Steinmeier að íslensk stjórnvöld hafi gert vel í að skipta um orkugjafa á vissum stöðum án þess að valda of miklum breytingum á lífi fólks. „Íslenska ríkisstjórnin hefur alltaf náð að halda jafnvæginu í umhverfisvernd, vitandi að það kostar peninga að skipta um orkugjafa en í senn gætandi að því að valda ekki truflun á efnahagslífi eða að láta umhverfisvernd hafa neikvæð áhrif félagslega,“ sagði Steinmeier.

Guðni sagði að Íslendingar þyrftu að vera duglegri að flokka og endurvinna, eins og Þjóðverjar. „Menn hafa haft á orði við mig hve iðnir Þjóðverjar eru við flokkun og það mættu Íslendingar taka til fyrirmyndar,“ sagði Guðni.

Þétt dagskrá þýska forsetans

Blaðamannafundurinn var haldinn á Bessastöðum fyrir hádegi í dag, eftir að forsetinn tók á móti Steinmeier við hátíðlega athöfn. 

Steinmeier er í tveggja daga heimsókn á Íslandi. Þýska sendinefndin sem fylgir honum virðist skipuð tugum manna, sem annast ýmislegt í tengslum við heimsóknina. Konan hans, Elke Büdenbender, sem hefur starfað sem dómari, er með eiginmanni sínum.

Í dag snæðir Steinmeier hádegisverð í Marshallhúsinu á Granda ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig var viðstödd móttökuathöfnina á Bessastöðum í dag. Í Marshallhúsinu kíkja þau á safn listaverka Ólafs Elíassonar. Svo fer Steinmeier á Alþingi, konan hans í Össur og svo er hátíðarkvöldverður á Kolabrautinni í Hörpu í kvöld.

Á morgun fer Steinmeier í Hellisheiðarvirkjun og til Vestmannaeyja, þar sem íslenskar umhverfislausnir verða kynntar fyrir honum og hans teymi.

Frank-Walter Steinmeier og Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag.
Frank-Walter Steinmeier og Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. mbl.is/Arnþór
mbl.is

Innlent »

Rauf skilorð og fór aftur á bak við lás og slá

Í gær, 23:23 Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði mann til að afplána 125 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt tveimur dómum sem hann hlaut í héraði, í fyrra og og þessu ári. Maðurinn rauf skilyrði reynslulausnar, en hann var nýverið handtekinn grunaður um innbrot og þjófnað. Meira »

Sandfokið ekkert annað en hamfarir

Í gær, 21:52 „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir sem geisað hafa í V-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook þar sem hann lýsir miklu sandfoki á ferð hans austur í Skaftafell í dag. Meira »

700 á biðlista eftir íbúðum í Gufunesi

Í gær, 21:10 Um sjö hundruð manns eru á biðlista eftir 120 íbúðum í Gufunesi. Níu lóðarvilyrði hjá Reykjavíkurborg eru með ströngum kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Meira »

Stærsti samningur í sögu Kolviðar

Í gær, 20:58 Bláa lónið hefur samið við Kolvið um að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins frá og með árinu 2019, en markmiðið er að binda kolefni sem fellur til vegna allrar starfsemi Bláa lónsins og er um að ræða stærsta samning sem Kolviður hefur gert við nokkurt fyrirtæki á Íslandi fram til þessa. Meira »

Fyrstu keppendur lagðir af stað

Í gær, 20:37 „Þau hjóla saman um 6 kílómetra en svo er hraðinn gefinn frjáls og þá teygist úr hópnum,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, en keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í hringinn í kringum landið fyrr í kvöld. Meira »

Hvílir sig fyrir þungan róður

Í gær, 20:32 „Þegar heilsan er orðin góð og veðrið er gott, þá er ég farin,“ segir kaj­akræðar­inn Veiga Grétarsdóttir sem rær um þessar mundir rangsælis í kringum landið. Veiga er búin að ljúka um þriðjungi leiðarinnar en er nú komin til Reykjavíkur þar sem hún hyggst hvíla sig um stund í kjölfar veikinda. Meira »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

Í gær, 20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

Í gær, 20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

Í gær, 19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

Í gær, 18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

Í gær, 18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

Í gær, 18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

Í gær, 17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

Í gær, 17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

Í gær, 16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

Í gær, 16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

Í gær, 16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

Í gær, 15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

Í gær, 15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Piaggo Vespa LX125
Piaggio Vespa LX125 Himinblá, hjálmabox Árg. 2008 Ekin 12.600 km kr: 190.0...