Forsetar spenntir fyrir ferðalagi

Guðni Th. Jóhannesson og Frank-Walter Steinmeier ræddu loftslagsmál, sameiginlega hagsmuni á norðurslóðum og alheimspólitík á fundi sínum á Bessastöðum fyrir hádegi í dag.

Á blaðamannafundi eftir fundinn sagði Steinmeier frá því að samræður hans og Guðna hefðu leitt það í ljós strax frá fyrstu stundu hve líka sýn þeir hefðu á alþjóðamál og á það hvernig tryggja mætti sem best viðskiptasambönd þjóða um heim allan. Þar skyldi forðast sundrungu.

Guðni tók til máls á þýsku á blaðamannafundinum en sagði ráðlegra að nota ensku að mestu leyti, þar sem hann væri óvanur því að tjá sig á þýsku. Enskuskotin þýska ætti þó ekki að vera vandamál, sagði hann, enda Þjóðverjar duglegir að taka upp ensk orð í sitt tungumál. Sem dæmi um það nefndi hann "Das Burnout," sem Þjóðverjar nota um kulnun í starfi. Það vakti lukku meðal Þjóðverja að heyra hvernig Íslendingar orðuðu þetta, kulnun.

Menn dásömuðu annars veðrið og kváðust spenntir fyrir ferðalagi Steinmeiers um Ísland. „Við hlökkum til ferðarinnar í því sem virðist ætla að vera besta veður ársins hér á landi,“ sagði Guðni.

Hér að ofan er myndband af hluta úr ræðu Steinmeier. „Landfræðileg fjarlægð á milli landanna hefur ekki hindrað náin samskipti þeirra á milli. Fyrsta samtalið okkar í morgun er búið að sýna mér hve lík sýn okkar á breytingunum í heiminum er í raun og veru. Sömuleiðis hefur sýnt sig að náin vinátta og samstarf milli landanna er ekki aðeins á hinu pólitíska sviði heldur í íþróttum, menningu og vísindum,“ segir Steinmeier í því.

Þjóðernisöfl í vexti á kostnað demókratískra flokka

Er Steinmeier var spurður um það hvernig honum hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað á strendur Íslands, sagði hann að áríðandi væri fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. 

Það var vel tekið á móti Frank-Walter Steinmeier á Bessastöðum.
Það var vel tekið á móti Frank-Walter Steinmeier á Bessastöðum. mbl.is/Arnþór

Demókratískir flokkar hafi verið að tapa fylgi víða en til þess að sporna við uppgangi síður æskilegra afla væri mikilvægt að demókratískir flokkar ynnu aftur það traust sem þeir áður höfðu. „Að sporna við þessu veltur mjög á demókratísku flokkunum. Sérstaklega þeim sem sitja í ríkisstjórnum heimsins,“ sagði Steinmeier.

Þá sagði Steinmeier að forsetarnir hefðu verið sammála um að marghliða alþjóðlegt samstarf væri eitthvað til þess að byggja enn frekar upp, frekar en að hafna því, eins og gagnrýnendur þess hafi gerst sekir um síðustu misseri. Til lítils er að vinna með því að hafna slíku, sagði Steinmeier.

Ísland geti verið fyrirmynd Þjóðverja í loftslagsmálum

Forsetarnir voru spurðir hvor um sig út í það hvað Þjóðverjar gætu lært af Íslandi í loftslagsmálum en sá málaflokkur er sérstakt hugðarefni Steinmeiers. 

Steinmeier sagði að Þjóðverjar hefðu margt að læra af Íslendingum í umhverfismálum, ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi, það er hve skjótt er skipt yfir í endurnýjanlega orkugjafa í stað til dæmis kola. Í Þýskalandi er verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. 

Þá sagði Steinmeier að íslensk stjórnvöld hafi gert vel í að skipta um orkugjafa á vissum stöðum án þess að valda of miklum breytingum á lífi fólks. „Íslenska ríkisstjórnin hefur alltaf náð að halda jafnvæginu í umhverfisvernd, vitandi að það kostar peninga að skipta um orkugjafa en í senn gætandi að því að valda ekki truflun á efnahagslífi eða að láta umhverfisvernd hafa neikvæð áhrif félagslega,“ sagði Steinmeier.

Guðni sagði að Íslendingar þyrftu að vera duglegri að flokka og endurvinna, eins og Þjóðverjar. „Menn hafa haft á orði við mig hve iðnir Þjóðverjar eru við flokkun og það mættu Íslendingar taka til fyrirmyndar,“ sagði Guðni.

Þétt dagskrá þýska forsetans

Blaðamannafundurinn var haldinn á Bessastöðum fyrir hádegi í dag, eftir að forsetinn tók á móti Steinmeier við hátíðlega athöfn. 

Steinmeier er í tveggja daga heimsókn á Íslandi. Þýska sendinefndin sem fylgir honum virðist skipuð tugum manna, sem annast ýmislegt í tengslum við heimsóknina. Konan hans, Elke Büdenbender, sem hefur starfað sem dómari, er með eiginmanni sínum.

Í dag snæðir Steinmeier hádegisverð í Marshallhúsinu á Granda ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig var viðstödd móttökuathöfnina á Bessastöðum í dag. Í Marshallhúsinu kíkja þau á safn listaverka Ólafs Elíassonar. Svo fer Steinmeier á Alþingi, konan hans í Össur og svo er hátíðarkvöldverður á Kolabrautinni í Hörpu í kvöld.

Á morgun fer Steinmeier í Hellisheiðarvirkjun og til Vestmannaeyja, þar sem íslenskar umhverfislausnir verða kynntar fyrir honum og hans teymi.

Frank-Walter Steinmeier og Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag.
Frank-Walter Steinmeier og Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. mbl.is/Arnþór
mbl.is

Innlent »

Dæmdur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi

13:24 Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi. Auk þess var manninum gert að greiða dóttur sinni 400.000 krónur í miskabætur. Meira »

Snýst „um mannréttindi“

13:23 „Meginatriðið er að þetta snýst fyrst og fremst um mannréttindi en ekki um íslensku. Ég hef aldrei séð nein rök fyrir því að aukið frelsi í þessu hafi neikvæð áhrif á íslenskuna,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sem furðar sig á því að mannanafnafrumvarpið hafi verið fellt á Alþingi í nótt. Meira »

Samlokur fyrir örvhenta

12:28 Nýjar samlokur fyrir örvhenta eru komnar á markaðinn. Það er fyrirtækið „Jömm“ sem framleiðir samlokurnar en þar sem lítið er hugsað um sérþarfir örvhentar ákáðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessu þyrfti að breyta. Samlokunum er pakkað með þeim hætti að einstaklega þægilegt er fyrir örvhenta að neyta þeirra. Meira »

Landsrýniskýrsla um heimsmarkmiðin birt

12:26 Sameinuðu þjóðirnar hafa birt skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun.  Meira »

Framhaldsskólar fá ekki skerðingu

12:12 Framlög til framhaldsskólastigsins hafa hækkað um tæpa fimm milljarða frá árinu 2017 til 2019, eða 15,8%. Sú hækkun mun haldast inni í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 þó að framlög hækki ekki eins og stóð til, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

„Við viljum verja velferðina“

11:59 „Við viljum verja velferðina og fjárfesta í framtíðinni, en ríkisstjórnarflokkarnir eru að gera hvorugt,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjármálaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Meira »

Nýir grænir skattar skili 2,5 milljörðum

11:53 Gert er ráð fyrir að nýir grænir skattar verði lagðir á almenna urðun sorps frá heimilum og fyrirtækum og gjald verði lagt á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sem meðal annars er að finna í sumum kæliskápum. Áætlaðar tekjur nema 2,5 milljörðum króna árið 2021, þegar skattarnir verða komnir í gagnið. Meira »

Varað við töfum á umferð

11:53 Stefnt er að því að fræsa Nýbýlaveg í kvöld, um það bil 60 metra á báðum akreinum næst gatnamótum við Dalveg. Annarri akreininni verður lokað í einu og viðeigandi merkingar settar upp meðan á framkvæmd stendur. Meira »

Lögreglan með öryggisvakt í Stjórnarráðinu

11:36 Embætti ríkislögreglustjóra hefur auglýst þrjár stöður varðstjóra í nýrri deild sem mun annast öryggisgæslu en auglýsingin birtist í Lögbirtingarblaðinu á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri mun taka við öryggisvakt í húsnæði æðstu stjórnar ríkisins. Meira »

„Þarf að stoppa í velferðargötin“

11:26 Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til að útgjöld í fjármálaáætlun 2020 til 2024 verði hækkuð um 113 milljarða og tekjur auknar um 115 milljarða miðað við upphaflega tillögu ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Meira »

Býður upp á umbúðalaust grænmeti og ávexti

11:25 SUPER1 hóf í dag sölu á umbúðalausu grænmeti og ávöxtum í verslun sinni að Faxafeni 14. Þetta er tilraunaverkefni og fyrirhugað er að umbreyta grænmetisborðum í öðrum verslunum á sama hátt ef vel gengur. Meira »

Hagnaður Odda 22,9 milljónir

11:20 Hagnaður fiskvinnslu- og útgerðarfélagsins Odda á Patreksfirði dróst verulega saman á síðasta uppgjörsári og nam 22,9 milljónum króna samanborið við 152,7 milljónir ári fyrr. Reikningsár fyrirtækisins stendur frá 1. september ár hvert og til loka ágústmánaðar næstkomandi árs. Meira »

Ferðalag mjaldranna í myndum

10:53 „Það eru allir glaðir og ánægðir og í það heila gekk þetta vonum framar,“ segir Sig­ur­jón Ingi Sigurðsson, verkefnastjóra sérverkefnadeildar TVG-Zimsen, sem sá um flutning mjaldranna frá Keflavík til Vestmannaeyja í gær. Meira »

Helga landaði laxi með glæsibrag

09:45 Reykvíkingur ársins 2019 er Helga Steffensen, sem hefur skemmt yngstu kynslóðinni í 40 ár með Brúðubílnum, og hún fékk því fyrst allra að renna fyrir lax í Elliðaánum í morgun. Þrátt fyrir hæga byrjun á laxveiðisumrinu átti hún ekki í vandræðum með að krækja í fisk. Meira »

Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti

09:16 Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhúss Reykjavíkurborgar rannsakar kvartanir skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, vegna framgöngu Vigdísar Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borginni. Tæplega 100 blaðsíðna erindi þess efnis barst Vigdísi með ábyrgðarpósti í gærkvöldi. Meira »

Þurrkurinn í júní mun ekki slá metið frá 1971

07:57 Svo bar til að það rigndi í Reykjavík síðdegis í gær. Ekki var það nú mikið því 0,2 millimetrar mældust í sjálfvirka mælinum við Veðurstofu Íslands þegar lesið var af honum klukkan 16 í gærdag. Meira »

Birgir neitar að koma með vörur

07:57 Ljóst er að kaupmenn í miðbænum hafa ekki farið varhluta af tíðum framkvæmdum þar og dæmi eru um að birgir hreinlega neiti að keyra vörur í verslun sökum erfiðs aðgengis. Meira »

Lúsmý spýtir ensími í stungurnar

07:37 Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveitum og bítur á nóttunni,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands. Meira »

Farnar að éta og hreyfa sig

07:25 Litla-Grá og Litla-Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. Þær fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Meira »
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Nudd - Rafbekkkur 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019 Lyft...
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...