Gera athugasemd við slaka í fjármálastefnu

Landsbankinn telur tilefni til endurskoðunar fjármálastefnu, en þó á öðrum ...
Landsbankinn telur tilefni til endurskoðunar fjármálastefnu, en þó á öðrum forsendum en fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagfræðideild Landsbankans gerir athugasemdir við fyrirætlanir fjármálaráðherra um breytingu á fjármálastefnu ríkisins, sem fæli í sér meiri slaka í ríkisfjármálum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem gefin var út í morgun.

Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar frá í maí gerir ráð fyrir 0,2% samdrætti á hagvexti í ár og að uppsafnaður hagvöxtur 2018–2023 verði 16%. Í gildandi fjármálaáætlun, sem sett var í samræmi við fjármálastefnu í fyrra, var gert ráð fyrir samfelldum hagvexti árin 2018–2023 sem uppsafnaður yrði 17%.

Vegna breyttra forsendna hefur ný og breytt fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024 verið lögð fram á Alþingi og bíður hún afgreiðslu.

Í síðasta mánuði gaf ríkisstjórnin einnig út að til stæði að endurskoða fjármálastefnu ríkisins, þar sem ríkissjóði er sniðinn stakkur og leikreglur fjármálaáætlunar settar. Í gildandi fjármálastefnu er kveðið á um að stefnt skuli að því í fjármálaáætlun að afkoma ríkissjóðs og A-hluta sveitarfélaga skuli vera jákvæð um 1% af landsframleiðslu á ári. Fjármálaráð hefur bent á að þrátt fyrir samfellt átta ára hagvaxtarskeið hafi afkoma ríkissjóðs verið rétt við þetta viðmið undanfarin ár. Tillögur um endurskoðun séu að einhverju leyti tilkomnar vegna veikleika í fjármálastjórn. Stjórnvöld hafi hunsað ábendingar fjármálaráðs um að gefnar forsendur í fjármálaáætlun væru of jákvæðar.

Umsagnir hagfræðideildar Landsbankans og fjármálaráðs eru keimlíkar.
Umsagnir hagfræðideildar Landsbankans og fjármálaráðs eru keimlíkar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að mati hagfræðideildar Landsbankans er það eitt og sér þó ekki nóg til þess að breyta fjármálastefnu nú, þótt spáð sé samdrætti í eitt ár. Vísar hagdeildin til umsagnar fjármálaráðs sem segir að veikleiki í fjármálastjórn, einn og sér sé ekki ástæða til endurskoðunar.

„Við sjáum að aðalrökin hjá fjármálaráðherra eru þau að hagvaxtarforsendan hafi breyst. Raunin er hins vegar sú að spárnar hafa ekki breyst mjög mikið,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar bankans. Verra sé að ríkissjóður hafi síðustu ár nýtt ramma fjármálastefnunnar til fulls. „Við sáum það til dæmis í fyrra að hagvöxtur reyndist töluvert umfram áætlanir, og það hjálpaði til.“ Til langs tíma, þegar harðnar í ári, sé ljóst að núverandi markmið náist ekki.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Ljósmynd/Landsbankinn

Er niðurstaða Hagsjárinnar því í samræmi við lokaniðurstöðu fjármálaráðs en ráðið kemst að þeirri niðurstöðu að rétt sé að endurskoða fjármálastefnuna enda fari saman veikleikar í fjármálastjórn, skellur í efnahagsstarfsemi og sá möguleiki að hagkerfið þróist á enn neikvæðari hátt en spá Hagstofu geri ráð fyrir. Segir fjármálaráð að merki séu um að samdráttur verði lengri en nú er reiknað með og að verði fjármálastefna ekki endurskoðuð nú sé líklegt að þess þurfi í náinni framtíð.

mbl.is

Innlent »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

Búast við einstakri stemningu

20:51 Þeir lofa skemmtun, stuði, óvæntum uppákomum og tónlist af bestu sort í Laugardalshöll annað kvöld. Fjórmenningarnir í Duran Duran eru hingað komnir til að halda tónleika og hlakka til að skemmta íslenskum aðdáendum sínum og rifja upp að á fyrri tónleikum sínum hér hafi verið einstök stemning. Meira »

Veganestið veganesti fyrir Nettó

20:41 Þegar fréttir bárust af óheppilegum verðmiða í Nettó úti á Granda biðu menn þar á bæ ekki boðanna heldur réðust strax í að breyta honum. Nú stendur Veganesti en hvergi Vegan. Meira »

Fleiri vilja í vinnuskólann í ár

20:15 Fleiri starfa í unglingavinnunni bæði í Kópavogi og í Reykjavík á þessu ári en í fyrra. 15% fjölgun er í vinnuskóla Reykjavíkur milli ára og eru nemendur um 2.200 talsins í ár. Í Kópavogi eru skráðir um 900 krakkar og fjölgaði þeim um 50 milli ára. Allir sem sækja um fá vinnu hjá sveitarfélögunum. Meira »

Vesturbæjarlaug lokuð í tæpar tvær vikur

19:57 Frá 24. júní og til 5. júlí verður Vesturbæjarlaugin lokuð vegna viðhalds og framkvæmda. Einhverjir vongóðir sundlaugargestir komu að lokuðum dyrunum í morgun. Meira »

Á bak við tjöldin

19:54 Þáttagerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson og Ragnar Hansson kvikmyndagerðarmaður eru að leggja lokahönd á fimm íþróttatengda heimildaþætti fyrir Saga Film sem ráðgert er að byrja að sýna í Sjónvarpi Símans öðruhvorumegin við næstu áramót. Meira »

Sykurskattur sé forsjárhyggja

19:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir áform um nýjan sykurskatt og fleiri breytingar á skattlagningu matvæla og segir þær munu flækja skattkerfið á ný með tilheyrandi óhagræði og umstangi fyrir fyrirtæki og hættu á undanskotum frá skatti. Meira »

Tengist hernaðarumsvifum Rússa

19:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar segir áætlaða uppbyggingu bandaríska hersins á Íslandi hafa verið viðbúna. Með mótframlagi Íslands sé verið að bregðast við viðhaldsþörf. Meira »

Ljóð kvenna eru gull og gersemar

19:05 Magnea Ingvarsdóttir menningarfræðingur hefur mikinn áhuga á ljóðum kvenna frá öllum tímum. Hún hefur safnað ljóðabókum eftir konur í nokkurn tíma og heldur úti fésbókarsíðu sem heitir Tófan. Meira »

Fögnuðu nýju jafnréttisákvæði

18:33 Ráðherrar Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, fögnuðu því að EFTA hefur nú uppfært samningsmódel sitt um sjálfbæra þróun og tekið inn í það jafnréttisákvæði, að frumkvæði Íslands, á árlegum fundi sínum í Liechtenstein í dag. Meira »

Mun ekki tefja fjölmiðlafrumvarpið

18:19 „Það var búið að afgreiða þetta frumvarp úr ríkisstjórn og úr þingflokkunum. Ég mun mæla aftur fyrir frumvarpinu á fyrstu dögum haustþingsins og svo fer það í nefnd og við klárum það mál,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við mbl.is um fjölmiðlafrumvarpið. Meira »

Ummæli forstjóra SÍ lítilsvirðandi

18:14 Sérfræðingur í barnahjúkrun segir ummæli forstjóra Sjúkratrygginga Íslands þess efnis að ekki skipti máli við hverja verði samið um heimahjúkrun langveikra barna gera að engu sérþekkingu og reynslu þeirra sem henni sinna. Meira »

Þrjú umferðarslys í borginni á viku

18:04 Síðasta fimmtudag var bifreið ekið utan í gangandi mann og yfir vinstri fót hans, er hann gekk skáhallt yfir Lækjargötu við gangbraut með ljósastýringu. Hann er einn þriggja sem slösuðust í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu 16.-22. júní. Meira »

Brot 180 ökumanna mynduð í Garðabæ

17:57 Brot 180 ökumanna voru mynduð á Reykjanesbraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í norðurátt, að Hnoðraholti. Sá sem hraðast ók var á 120 kílómetra hraða, en hámarkshraði á svæðinu er 80 km/klst. Meira »

Fjörutíu metra fyrirstaða komin upp

17:46 Lokið hefur verið við gerð svokallaðs fyrirstöðuþreps neðarlega í Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Þrepið, sem er um 40 metrar að lengd, er gert til þess að koma fyrir fiskteljara með myndavél til talningar og greiningar á göngufiski í ánni. Meira »

„Hér verður ekki herseta á nýjan leik“

17:42 Uppbygging Bandaríkjahers við Keflavíkurflugvöll er hluti af auknum hernaðarumsvifum í Norðurhöfum. „Við Íslendingar hljótum að hafa áhyggjur af þessari þróun,“ segir forsætisráðherra. Meira »

Vegagerðin á svig við eigin skilmála

17:19 Ákvörðun Vegagerðarinnar um að semja við GT verktaka ehf. og Borgarvirki ehf. um breikkun og endurgerð Reykjavegar í Biskupstungum hefur verið felld úr gildi af kærunefnd útboðsmála. Vegagerðin hafði ákveðið að taka lægsta tilboði þrátt fyrir að fyrirtækin sem að þeim stóðu uppfylltu ekki skilmála. Meira »

Vandinn hjá SAS var tæknilegur

16:19 Ástæðan fyrir því að SAS þurfti að aflýsa flugferðum til og frá Íslandi í morgun var tæknilegs eðlis. Talsmaður flugfélagsins biður svekkta farþega afsökunar. SAS aflýsti flugum víðar um heim í dag. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Yfirbreiðslur á golfbíla
Viltu verjast rigningu og roki á golfvellinum? Til sölu góðar yfirbreiðslur sem...