Greiddi þrotabúinu 200 milljónir

Andri Már Ingólfsson.
Andri Már Ingólfsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrrverandi eigandi flugfélagsins Primera Air, sem var úrskurðað gjaldþrota á síðasta ári, reiddi fram tæpar 200 milljónir króna í reiðufé til þrotabús flugfélagsins gegn því að fallið yrði frá málsóknum á hendur honum, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Andri Már Ingólfsson samþykkti einnig að falla frá þeim kröfum sem hann hafði lýst í þrotabúið. Kröfur hans og félaga á vegum hans, þar á meðal félags í eigu dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tours, námu samanlagt um tveimur milljörðum króna.

Að sögn Markaðarins í Fréttablaðinu náðist samkomulag á milli Andra Más og þrotabús Primera Air á Íslandi í síðastas mánuði.

Andri Már var næststærsti kröfuhafi búsins á eftir Arion banka.

mbl.is