Hressa upp á grátt torg í bænum

Ásmundur Þór Sveinsson á Sveinstorgi við Bankastræti.
Ásmundur Þór Sveinsson á Sveinstorgi við Bankastræti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við viljum gera þetta aðeins snyrtilegra fyrir gesti og gangandi. Það er öllum til hagsbóta að þarna sé tekið til hendinni,“ segir Ásmundur Þór Sveinsson, einn eigenda Session Craft Bar sem stendur við Bankastræti.

Ásmundur fékk úthlutað einni og hálfri milljón króna úr Miðborgarsjóði á dögunum til að efla Sveinstorg, svæðið fyrir framan Bankastræti 14 - hús sem hefur verið lengi í eigu fjölskyldu Ásmundar. Sveinn Zoega, langafi Ásmundar, byggði húsið og hefur fjölskyldan nefnt svæðið Sveinstorg eftir honum. „Húsið átti upphaflega að standa framar í lóðinni en í ferlinu kom í ljós að það var ekki hægt að sjá upp að Hallgrímskirkju frá Húsi málarans. Þá var húsið fært aðeins til baka. Svo var settur upp blómapottur fyrir framan það sem Reykjavíkurborg sá lengi vel um en torgið hefur verið svona frá aldamótum,“ segir Ásmundur.

Hann segir að umrætt svæði, gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis, sé einn fjölfarnasti staður landsins. „Þetta er voða grátt og leiðinlegt núna. Við ætlum að hressa aðeins upp á Sveinstorgið og gera þarna skemmtilegt afdrep í sumar.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »