Mokveiði á Akranesvegi

Það má segja að það hafi verið mokveiði á Akranesvegi …
Það má segja að það hafi verið mokveiði á Akranesvegi eftir að vörubíll missti flairi kör af fiski á vegin. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

„Hann þurfti að taka þarna vinkilbeygju og fór líklega of hratt í hana. Þá opnaðist hurð á flutningabílnum og allt út,“ segir Ingvar Guðmundsson í samtali við mbl.is, en hann var að aka eftir Akranesvegi þegar hann sá talsvert magn af fiski á veginum.

Að sögn lögreglunnar á Akranesi var sendur bíll á staðinn og verður hafist handa við að hreinsa veginn. Þá er nokkur bílaumferð eftir Akranesvegi þar sem verið er að malbika þjóðveginn og bílum beint að Akranesi.

Ingvar kveðst hafa fundið til með ökumanni vörubílsins þar sem hann gekk um og týndi upp fisk af veginum. Þá segir hann umferðina ekki hafa orðið fyrir miklum truflunum vegna atviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert