Ný lög um vönduð vísindi

Með nýjum lögum er ætlað að auka trúverðugleika vísindarannsókna.
Með nýjum lögum er ætlað að auka trúverðugleika vísindarannsókna. mbl.is/Árni Sæberg

Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um vandaða starfshætti í vísindum var samþykkt á Alþingi í gær. „Lögunum er ætlað að stuðla að því að rannsóknir fari fram í samræmi við siðferðisviðmið og auka þannig trúverðugleika vísindastarfs og rannsókna í samfélaginu,“ að því er segir á vef stjórnarráðsins.

Þá mun, á grundvelli laganna, vera skipuð óháð nefnd um vandaða starfshætti í vísindum til fjögurra ára í senn og er henni ætlað að vera til ráðgjafar og stuðla að fræðslu, „auk þess að fjalla um mál sem til hennar er vísað eða hún tekur upp að eigin frumkvæði.“

Lög af sama toga á Norðurlöndunum voru fyrirmynd lagasetningarinnar.

„Það hefur lengi verið til umræðu á vettvangi vísinda- og tækniráðs og í vísindasamfélaginu hér á landi að efla þurfi vitund um siðfræði rannsókna og styrkja ramma um siðferðilegar hliðar vísindarannsókna,“ er haft eftir KAtrínu.

mbl.is