Ósáttur við auglýsingu Atlantsolíu

Dropinn getur verið dýr.
Dropinn getur verið dýr. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég heyrði þessa auglýsingu fyrst á mánudag fyrir viku síðan [3. júní sl.] og svo héldu þeir áfram að birta hana og það þrátt fyrir að vera með fjórða lægsta verðið á tímabili,“ segir Jón Páll Leifsson, framkvæmdastjóri Dælunnar.

Vísar hann í máli sínu til eldsneytisauglýsingar Atlantsolíu sem birt var á netinu. Þar sagði: „Lægsta eldsneytisverð landsins í Kaplakrika og á Sprengisandi.“ Auglýsing þessi er ekki lengur í birtingu á netinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Páll auglýsinguna mjög villandi fyrir neytendur. „Atlantsolía hefur ekki boðið lægsta verð á Íslandi í að ég held níu ár,“ segir hann og bætir við að hann hafi leitað til Neytendastofu vegna auglýsingar Atlantsolíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert