Veðráttan skapar vandræðaástand

Það er víðar en í Holtunum í Rangárvallasýslu, þar sem …
Það er víðar en í Holtunum í Rangárvallasýslu, þar sem þessi mynd var tekin, sem þurrkur er orðinn til nokkurs ama. mbl.is/Sigurður Bogi

Á malarbornum sveitavegum á Suðurlandi stendur rykmökkurinn aftan úr bílunum og sést langar leiðir.

Þetta gæti minnt einhverja á gamlan amerískan vestra, kvikmynd um kúreka í Ameríku sem spretta úr spori á gæðingum sínum og jóreykurinn svífur upp í himinblámann á víðlendum sléttunum.

Það er reyndar víðar en í Holtunum í Rangárvallasýslu sem þurrkur er orðinn til nokkurs ama, bæði hvað viðvíkur ryki úr vegum og eins hefur mikil áhrif á gróður jarðar þegar engin er vætan svo vikum skiptir. Og svona verður veðráttan áfram að minnsta kosti út líðandi viku, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Búast má við vætu og þokulofti út við ströndina norðanlands og eystra. Annars staðar verður ef að líkum lætur sólríkt og þurrt – og vegarykið áfram til ama.

„Veðráttan að undanförnu hefur skapað mikið vandræðaástand,“ segir Guðmundur Guðbrandsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert