Vindlaþef Hamréns dómgreindarleysi

Erik Hamrén landsliðsþjálfari á hliðarlínunni í gær.
Erik Hamrén landsliðsþjálfari á hliðarlínunni í gær. mbl.is/Hari

„Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ segir Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is um atvik á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Þar dró Erik Hamrén landsliðsþjálfari upp stóran vindil og gaf í skyn að hann ætlaði að fagna sigrinum með því að reykja hann.

Guðlaug segir að það verði að teljast mikið dómgreindarleysi af hálfu landsliðsþjálfarans að opinbera það að hann hafi ætlað að fagna sigrinum með því að reykja tóbak. Það sendi skrítin skilaboð út í samfélagið.

Hamrén dró upp stóran vindil og sagði við blaðamenn að ...
Hamrén dró upp stóran vindil og sagði við blaðamenn að hann ætlaði að reykja hann í gærkvöldi. Skjáskot úr útsendingu Vísis af blaðamannafundinum.

„Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila,“ segir Guðlaug, sem hefur ritað formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún lýsir áliti sínu á þessu atviki.

Í bréfinu segir Guðlaug ljóst að út frá þeirri forvarnastefnu sem kemur fram á síðu ÍSÍ, sem KSÍ er aðili að, sé landsliðsþjálfarinn alls ekki að fara eftir henni. Hún furðar sig sömuleiðis á því að hafa ekki fundið neitt fræðsluefni um forvarnir á vef KSÍ.

Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.

Fyrri þjálfarar ekki hampað tóbaki á sama hátt

Tóbaksnotkun fyrri þjálfara íslenska karlalandsliðsins hefur vakið nokkra athygli, sérstaklega í ljósi þess að KSÍ hefur unnið margvíslegt forvarnastarf gegn tóbaksnotkun, meðal annars herferðina eftirminnilegu „Bagg er bögg“, sem beindist gegn munntóbaki.

Eitt sinn sást til Ólafs Jóhannessonar fá sér í nefið á bekknum á Laugardalsvelli á meðan landsleikur stóð yfir og þá mætti Lars Lagerbäck eitt sinn í blaðaviðtal með úttroðna efri vör af tóbaki. Báðir báðust afsökunar á tóbaksnotkuninni í störfum sínum.

Guðlaug segir aðspurð að henni þyki það að sjálfsögðu alveg jafn slæmt, en að fyrri þjálfarar hafi þó ekki hampað tóbaki á jafn áberandi hátt og Erik Hamrén gerði eftir sigurinn gegn Tyrklandi í gærkvöldi.

Í niðurlagi bréfsins sem hún ritaði þeim Guðna Bergssyni og Klöru Bjartmarz hjá knattspyrnusambandinu í morgun segir að hún vonist til þess að sjá skilaboð sem þessi ekki aftur frá einni stærstu og vinsælustu íþróttahreyfingu landsins.

mbl.is

Innlent »

Brýnt að tryggja rekstrargrundvöllinn

14:10 Ríkisendurskoðandi leggur til fjórar tillögur til úrbóta í skýrslu sinni um starfsemi Íslandspósts, sem var kynnt fyrir tveimur nefndum Alþingis í morgun og hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar. Meira »

Kæru Vigdísar vísað frá

13:25 Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra, er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna. Meira »

Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

13:12 Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og rætt var um á nefndarfundi á Alþingi á morgun. Meira »

Vilja kvóta til að flytja inn lambakjöt

13:05 Skortur á lambahryggjum er staðreynd, ef marka má Samtök verslunar og þjónustu. Þar á bæ hvetja menn til þess að skoða það hvort úthluta megi tollkvóta til innflutnings á lambahryggjum. Meira »

Mótorhjólum ekið utan vega

13:00 „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður í samtali við mbl.is. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt utanvegaakstur á jarðhitasvæðinu við Sogin í vesturjaðri Reykjanesfólkvangs til lögreglu. Landvörður kom auga á förin 9. júní og kæra var send fimm dögum síðar. Meira »

400 metra borgarísjaki innan breiðunnar

12:57 Hafísbreiðan undan Vestfjörðum er nú næst landi um 34 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 40 sjómílur norður af Kögri. Um 400 metra langur borgarísjaki er innan breiðunnar. Meira »

Sakar Landvernd um dylgjur

12:44 VesturVerk segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem landeigendur Drangavíkur lýstu í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem lögð var fram í gær. Meira »

Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“

12:28 „Hernaður er ömurlegasta stig mannlegrar tilveru og grátlegt er að horfa upp á þá gegndarlausu sóun sem á sér stað í hernaðaruppbyggingu í heiminum, með fjármunum sem mætti svo hæglega nýta til annarra og betri hluta,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, á Facebook. Meira »

Malbikun á Vesturlandsvegi og Hringbraut

12:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu í dag og biðlar til ökumanna að sýna biðlund og þolinmæði í umferðinni. Meira »

Varar við áfengisneyslu í hitabylgjunni

11:39 Landlæknir segir að þeir sem verði staddir á meginlandi Evrópu núna þegar hitabylgju er spáð, ættu að drekka vel af vökva, en þó ekki áfenga drykki, enda sé alkóhól þvagmyndandi og geti enn aukið á vökvatap af sól og hita. Meira »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »
þvottavél velsög handfræsari hjolbörur
hjolbörur þvottavel velsög handfræsari ódyrt 6633899...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...