„Erum himinlifandi yfir þessu“

Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í gær framkvæmdaleyfi fyrirtækisins ...
Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í gær framkvæmdaleyfi fyrirtækisins fyrir fyrsta hluta virkjanaframkvæmda við Hvalárvirkjun. Mynd úr safni af vötnum á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

„Við reynum að komast af stað jafn fljótt og við getum,“ segir Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í gær framkvæmdaleyfi fyrirtækisins fyrir fyrsta hluta virkjanaframkvæmda við Hvalárvirkjun.

Leyfið tekur til rann­sókn­a á jarðfræðileg­um þátt­um, vega­gerð við veg­i að og um virkj­un­ar­svæði, brú­ar­gerð yfir Hvalá, efnis­töku og efn­is­los­un, bygg­ingu frá­veitu, öfl­un neyslu­vatns og upp­setn­ing­u vinnu­búða.

„Við erum himinlifandi yfir þessu,“ segir Gunnar um að leyfið sé í höfn og kveðst gera ráð fyrir að VesturVerk hefji framkvæmdir strax í þessum mánuði. Ekki liggi hins vegar enn fyrir hve margir verði þar að störfum.

Milljónakostnaður vegna tafa

Um­sókn fyr­ir fram­kvæmda­leyf­inu var upp­haf­lega lögð fram í sept­em­ber í fyrra, en þar sem aug­lýs­ing á breyt­ing­um deili­skipu­lags vegna Hvalár­virkj­un­ar var birt í Lög­birt­ing­ar­blaðinu tveim­ur dög­um of seint þurfti hrepps­nefnd­in að taka málið fyr­ir að nýju.

Fram­kvæmda­leyf­is­um­sókn Vest­ur­Verks sem samþykkt var í gær er sú sama og felur endurbirtingin því í sér 8-9 mánaða töf sem Gunnar segir hafa kostað fyrirtækið fleiri milljónir. „Þetta er bara handvömm,“ segir hann.

Spurður hvenær hann telji líklegt að rannsóknum ljúki og í kjölfarið verði niðurstaðna að vænta varðandi leyfisveitingu fyrir virkjanagerðina sjálfa segir Gunnar VesturVerk hafa ætlað að sér að gera allar nauðsynlegar rannsóknir í sumar. Ljóst sé hins vegar að það muni ekki nást, þar sem ekki sé gert ráð fyrir að hægt verði að vinna á svæðinu mikið lengur en út september.  

„Þetta kemur svo seint, að það er komið fram á mitt sumar núna, en við munum gera allt sem við getum til að undirbúa það fyrir næsta sumar,“ segir hann og kveðst vonast til að það takist að ljúka undirbúningi í ár, þannig að hægt verði að gera rannsóknirnar næsta sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...