Fyrsti fasinn samþykktur

Hugmynd að stoppistöð borgarlínunnar.
Hugmynd að stoppistöð borgarlínunnar.

Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í gær með sex atkvæðum gegn einu að bærinn myndi taka þátt í greiningar- og hönnunarvinnu með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu vegna fyrirhugaðrar borgarlínu.

Er þar með ljóst að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt að taka þátt í þeirri vinnu, og munu þau leggja saman 300 milljónir króna til þeirrar vinnu, á móti 300 milljónum frá ríkinu.

„Ég fagna því samstarfi, sem nú verður farið í með ríkinu og Vegagerðinni í að skoða hvernig hægt er að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og hlakka bara til að sjá hvað kemur úr þeirri vinnu,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness. Hún segir að næsta skref muni koma eftir að þeirri forvinnu lýkur, en ekki verður farið í næsta fasa verkefnisins nema ásættanlegur samningur náist við ríkið.

Einungis Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, greiddi atkvæði á móti samþykktinni, en hann lagði fram bókun á fundi bæjarráðs 23. maí síðastliðinn þar sem hann lagðist gegn borgarlínunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert