Ísland enn á ný friðsælast

Ísland er eina Norðurlandið sem er friðsælla nú en árið ...
Ísland er eina Norðurlandið sem er friðsælla nú en árið 2008. Myndin er tekin á kertafleytingu samtaka hernaðarandstæðinga. mbl.is/Golli

Ísland er friðsælasta land heims enn eitt árið samkvæmt friðarvísi Stofnunar um hagsæld og frið (Institue of Economics and Peace’s Global Peace Index) sem gefinn var út á dögunum. Ísland ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir en fleiri stigum munar á Íslandi og Nýja-Sjálandi, sem er í öðru sæti, en nokkrum öðrum aðliggjandi þjóðum.

Á hæla Nýja-Sjálands fylgja Portúgal, Austurríki og Danmörk, en í tuttugu efstu sætum listans eru 14 Evrópuþjóðir og er álfan langsamlega friðsælust. Neðsta sætið vermir Afganistan, sem hefur sætaskipti við Sýrland, en skammt undan eru Suður-Súdan, Jemen, Írak og Sómalía.

Listinn var endurreiknaður afturvirkt

Ísland hefur nú trónað á toppi listans öll árin síðan 2008 er fjöldi þeirra ríkja, sem skýrslan nær til, var stóraukinn og Íslandi bætt í hópinn, og er þess getið í útdrætti á heimasíðu samtakanna. Í skýrslum áranna 2009 og 2010, í kjölfar bankahrunsins og óeirða sem því fylgdu, missti Ísland að vísu af toppsætinu.

Þegar mbl.is spurðist fyrir um þetta ósamræmi fengust svör frá upplýsingafulltrúa stofnunarinnar að betri gögn hafi hins vegar fengist nokkrum árum síðar um stöðu mála hér á landi. Í samræmi við það hafi listinn verið endurreiknaður afturvirkt og niðurstaðan að Ísland hafi í raun verið á toppnum öll árin. 

Stofnun um hagsæld og frið metur áhrif ofbeldis á heimshagkerfið töluverð, eða á um 14.100 milljarða bandaríkjadala, upphæð sem varla tekur því að yfirfæra í íslenskar krónur. Er það um 11,2 prósent heimsframleiðslunnar.

Heimur lítillega batnandi fer

Meðal þeirra þátta sem litið er til við gerð listans eru glæpatíðni, hryðjuverkaógn, fjöldi fanga, alþjóðlegar deilur sem lönd eiga aðild að, hernaðarumsvif og aðgengi að vopnum. Eini flokkurinn þar sem Ísland er ekki á meðal efstu þjóða er sá um alþjóðlegar deilur, en ætla má að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hafi þar mest að segja. Heilt yfir eykst friðsæld í heiminum lítillega frá friðarvísi síðasta árs, og er það viðsnúningur frá hnignun sem einkennt hefur undanfarinn áratug. Enn er heimurinn þó talinn minna friðsamur en fyrir áratug.

Jákvæð þróun þetta árið er meðal annars skýrð með minnkandi hernaðarumsvifum undanfarin áratug, og segir stofnunin það vera þvert á það sem margir myndu halda. Hermönnum hefur á tíu ára tímabili fækkað, miðað við höfðatölu, í 117 löndum og útgjöld til hernaðarmála að sama skapi dregist saman í 98 löndum, samanborið við 63 lönd sem auka útgjöldin. Aðrir þættir sem teljast heimsfriði til tekna eru aukin framlög til friðargæsluliða, færri dauðsföll í alþjóðlegum deilum, fækkun morða og minni vopnaflutningur á milli landa.

Á móti hefur föngum heimsins fjölgað og ofbeldisfullum mótmælum sömuleiðis. Hryðjuverka- og kjarnorkuógn hefur einnig aukist auk þess sem það er upplifun almennings að glæpatíðni hafi aukist og telst það vinna gegn heimsfriði þrátt fyrir að það mat fólks gangi í berhögg við staðreyndir máls.

Attachment: "Skýrslan í heild sinni" nr. 11144


 

Í bók sinni, Factfulness, skrifar gagnagrúskarinn Hans Rosling heitinn um ...
Í bók sinni, Factfulness, skrifar gagnagrúskarinn Hans Rosling heitinn um þá tilhneigingu manna að telja að allt sé á leið til fjandans þrátt fyrir að flestir hagvísar bendi til hins þverstæða.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...