Ísland enn á ný friðsælast

Ísland er eina Norðurlandið sem er friðsælla nú en árið ...
Ísland er eina Norðurlandið sem er friðsælla nú en árið 2008. Myndin er tekin á kertafleytingu samtaka hernaðarandstæðinga. mbl.is/Golli

Ísland er friðsælasta land heims enn eitt árið samkvæmt friðarvísi Stofnunar um hagsæld og frið (Institue of Economics and Peace’s Global Peace Index) sem gefinn var út á dögunum. Ísland ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir en fleiri stigum munar á Íslandi og Nýja-Sjálandi, sem er í öðru sæti, en nokkrum öðrum aðliggjandi þjóðum.

Á hæla Nýja-Sjálands fylgja Portúgal, Austurríki og Danmörk, en í tuttugu efstu sætum listans eru 14 Evrópuþjóðir og er álfan langsamlega friðsælust. Neðsta sætið vermir Afganistan, sem hefur sætaskipti við Sýrland, en skammt undan eru Suður-Súdan, Jemen, Írak og Sómalía.

Listinn var endurreiknaður afturvirkt

Ísland hefur nú trónað á toppi listans öll árin síðan 2008 er fjöldi þeirra ríkja, sem skýrslan nær til, var stóraukinn og Íslandi bætt í hópinn, og er þess getið í útdrætti á heimasíðu samtakanna. Í skýrslum áranna 2009 og 2010, í kjölfar bankahrunsins og óeirða sem því fylgdu, missti Ísland að vísu af toppsætinu.

Þegar mbl.is spurðist fyrir um þetta ósamræmi fengust svör frá upplýsingafulltrúa stofnunarinnar að betri gögn hafi hins vegar fengist nokkrum árum síðar um stöðu mála hér á landi. Í samræmi við það hafi listinn verið endurreiknaður afturvirkt og niðurstaðan að Ísland hafi í raun verið á toppnum öll árin. 

Stofnun um hagsæld og frið metur áhrif ofbeldis á heimshagkerfið töluverð, eða á um 14.100 milljarða bandaríkjadala, upphæð sem varla tekur því að yfirfæra í íslenskar krónur. Er það um 11,2 prósent heimsframleiðslunnar.

Heimur lítillega batnandi fer

Meðal þeirra þátta sem litið er til við gerð listans eru glæpatíðni, hryðjuverkaógn, fjöldi fanga, alþjóðlegar deilur sem lönd eiga aðild að, hernaðarumsvif og aðgengi að vopnum. Eini flokkurinn þar sem Ísland er ekki á meðal efstu þjóða er sá um alþjóðlegar deilur, en ætla má að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hafi þar mest að segja. Heilt yfir eykst friðsæld í heiminum lítillega frá friðarvísi síðasta árs, og er það viðsnúningur frá hnignun sem einkennt hefur undanfarinn áratug. Enn er heimurinn þó talinn minna friðsamur en fyrir áratug.

Jákvæð þróun þetta árið er meðal annars skýrð með minnkandi hernaðarumsvifum undanfarin áratug, og segir stofnunin það vera þvert á það sem margir myndu halda. Hermönnum hefur á tíu ára tímabili fækkað, miðað við höfðatölu, í 117 löndum og útgjöld til hernaðarmála að sama skapi dregist saman í 98 löndum, samanborið við 63 lönd sem auka útgjöldin. Aðrir þættir sem teljast heimsfriði til tekna eru aukin framlög til friðargæsluliða, færri dauðsföll í alþjóðlegum deilum, fækkun morða og minni vopnaflutningur á milli landa.

Á móti hefur föngum heimsins fjölgað og ofbeldisfullum mótmælum sömuleiðis. Hryðjuverka- og kjarnorkuógn hefur einnig aukist auk þess sem það er upplifun almennings að glæpatíðni hafi aukist og telst það vinna gegn heimsfriði þrátt fyrir að það mat fólks gangi í berhögg við staðreyndir máls.

Attachment: "Skýrslan í heild sinni" nr. 11144


 

Í bók sinni, Factfulness, skrifar gagnagrúskarinn Hans Rosling heitinn um ...
Í bók sinni, Factfulness, skrifar gagnagrúskarinn Hans Rosling heitinn um þá tilhneigingu manna að telja að allt sé á leið til fjandans þrátt fyrir að flestir hagvísar bendi til hins þverstæða.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“

12:28 „Hernaður er ömurlegasta stig mannlegrar tilveru og grátlegt er að horfa upp á þá gegndarlausu sóun sem á sér stað í hernaðaruppbyggingu í heiminum, með fjármunum sem mætti svo hæglega nýta til annarra og betri hluta,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, á Facebook. Meira »

Malbikun á Vesturlandsvegi og Hringbraut

12:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu í dag og biðlar til ökumanna að sýna biðlund og þolinmæði í umferðinni. Meira »

Varar við áfengisneyslu í hitabylgjunni

11:39 Landlæknir segir að þeir sem verði staddir á meginlandi Evrópu núna þegar hitabylgju er spáð, ættu að drekka vel af vökva, en þó ekki áfenga drykki, enda sé alkóhól þvagmyndandi og geti enn aukið á vökvatap af sól og hita. Meira »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
NP þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...