Meðal fremstu ríkja í réttindavernd

Ísland er eitt þrettán ríkja sem mælast hæst í úttekt …
Ísland er eitt þrettán ríkja sem mælast hæst í úttekt ITUC 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland er meðal þrettán fremstu ríkja þegar kemur að vernd réttinda launafólks að því er fram kemur í úttekt Alþjóðasambands verkafólks, ITUC, fyrir síðasta ár.

Í úttektinni er sérstaklega fjallað um íslenska löggjöf frá því á síðasta ári um að öll fyrirtæki með 25 eða fleiri starfsmenn skuli hafa jafnlaunavottun og stefnu stjórnvalda um að útrýma launamun kynja fyrir árið 2022.

Í fremsta flokki úttektarinnar eru lönd þar sem brotum gegn launafólki hefur ekki verið útrýmt, en þau verða þó ekki með reglulegu millibili og tiltekin réttindi þess eru tryggð. Í þessum flokki eru öll Norðurlönd og er Úrúgvæ þar eina ríkið utan Evrópu.

Sambærilegt við fyrri ár

Nokkuð hefur verið fjallað um brot gegn launafólki hér á landi undanfarið, einkum erlendum verkamönnum sem starfa fyrir milligöngu starfsmannaleiga. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, að niðurstaðan fyrir árið 2018 sé sambærileg við fyrri ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert