Tveir hlutu dóma í Pólstjörnumálinu

mbl.is/Eggert

Tveir af þeim fjórum sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Mennirnir eru grunaðir um framleiðslu á hörðum fíkniefnum og peningaþvætti í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi.

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn sagði við RÚV að rannsókn málsins væri í eðlilegum farvegi.

Pólstjörnumálið vakti mikla athygli á sínum tíma. Reynt var að smygla tæpum 24 kílóum af amfetamíni, 14 kílóum af e-töfludufti og 1.700 e-töflum hingað til lands með skútu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert