Umsóknum í Háskólann fjölgar um 13%

Umtalsvert fleiri sóttu um grunnnám í Háskóla Íslands, en nemur ...
Umtalsvert fleiri sóttu um grunnnám í Háskóla Íslands, en nemur fjölda þeirra sem ljúka stúdentsprófi í ár. mbl.is/Ómar

Tæplega 5.600 umsóknir um grunnnám bárust Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2019-2020. Jafngildir það tæplega 13% fjölgun milli ára og er fjölgunin umtalsvert meiri en fjölgun þeirra sem ljúka stúdentsprófi í ár. Heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám var nærri níu þúsund að þessu sinni og komu um 1.200 þeirra umsókna frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst líka töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf.

Samanlagður fjöldi umsókna um grunnnám nú í vor var 5.570 og eru rétt um 630 fleiri umsóknir en í fyrra. Sé horft tvö ár aftur í tímann nemur fjölgun umsókna um 25%.

Rúmlega þúsund umsóknir bárust félagsvísindasviði og sem fyrr er viðskiptafræði vinsælasta greinin innan sviðsins, en rúmlega 400 vilja hefja nám í greininni í haust.

Heilbrigðisvísindasvið fékk hátt í 1.700 umsóknir, en inni í þeirri tölu eru rúmlega 420 nemendur sem þreyttu inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun við læknadeild Háskóla Íslands fyrir helgi. Í læknisfræði verða teknir inn 54 nemendur og 35 í sjúkraþjálfun. Sálfræði er sem fyrr vinsælasta einstaka námsgreinin á sviðinu, en sléttar 400 umsóknir bárust um námið sem er nærri fimmtungsfjölgun milli ára. Þá stefna 273 á nám í hjúkrunarfræði og fjölgar umsóknum um 55% milli ára. 

Hugvísindasviði bárust á tólfta hundrað umsóknir um nám. Þar er, líkt og áður, íslenska sem annað mál vinsælasta greinin, en alls reyndust umsóknirnar nærri 390 í annaðhvort BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greininni. Rúmlega 400 manns sækjast svo eftir að hefja nám í einhverjum þeirra fjölmörgu tungumála sem í boði eru.

Rúmlega 800 umsóknir bárust svo menntavísindasviði og fjölgaði umsóknum um grunnskólakennaranám um 45% milli ára og þá fékk verkfræði- og náttúruvísindasvið tæplega 950 umsóknir að þessu sinni og fjölgaði umsóknum í rafmagns- og tölvuverkfræði um 50%.

Uppfært 13:11

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að í tilkynningu Háskólans kæmi fram að umsækjendur um grunnnám væru fleiri en útskriftarnemar framhaldsskóla. Hið rétta er að umsækjendum um grunnnám hefur fjölgað meira en sem nemur fjölgun útskriftarnema framhaldsskóla.

mbl.is

Innlent »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »

Búast við einstakri stemningu

20:51 Þeir lofa skemmtun, stuði, óvæntum uppákomum og tónlist af bestu sort í Laugardalshöll annað kvöld. Fjórmenningarnir í Duran Duran eru hingað komnir til að halda tónleika og hlakka til að skemmta íslenskum aðdáendum sínum og rifja upp að á fyrri tónleikum sínum hér hafi verið einstök stemning. Meira »

Veganestið veganesti fyrir Nettó

20:41 Þegar fréttir bárust af óheppilegum verðmiða í Nettó úti á Granda biðu menn þar á bæ ekki boðanna heldur réðust strax í að breyta honum. Nú stendur Veganesti en hvergi Vegan. Meira »

Fleiri vilja í vinnuskólann í ár

20:15 Fleiri starfa í unglingavinnunni bæði í Kópavogi og í Reykjavík á þessu ári en í fyrra. 15% fjölgun er í vinnuskóla Reykjavíkur milli ára og eru nemendur um 2.200 talsins í ár. Í Kópavogi eru skráðir um 900 krakkar og fjölgaði þeim um 50 milli ára. Allir sem sækja um fá vinnu hjá sveitarfélögunum. Meira »

Vesturbæjarlaug lokuð í tæpar tvær vikur

19:57 Frá 24. júní og til 5. júlí verður Vesturbæjarlaugin lokuð vegna viðhalds og framkvæmda. Einhverjir vongóðir sundlaugargestir komu að lokuðum dyrunum í morgun. Meira »

Á bak við tjöldin

19:54 Þáttagerðarmaðurinn Gunnlaugur Jónsson og Ragnar Hansson kvikmyndagerðarmaður eru að leggja lokahönd á fimm íþróttatengda heimildaþætti fyrir Saga Film sem ráðgert er að byrja að sýna í Sjónvarpi Símans öðruhvorumegin við næstu áramót. Meira »

Sykurskattur sé forsjárhyggja

19:24 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir áform um nýjan sykurskatt og fleiri breytingar á skattlagningu matvæla og segir þær munu flækja skattkerfið á ný með tilheyrandi óhagræði og umstangi fyrir fyrirtæki og hættu á undanskotum frá skatti. Meira »

Tengist hernaðarumsvifum Rússa

19:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar segir áætlaða uppbyggingu bandaríska hersins á Íslandi hafa verið viðbúna. Með mótframlagi Íslands sé verið að bregðast við viðhaldsþörf. Meira »

Ljóð kvenna eru gull og gersemar

19:05 Magnea Ingvarsdóttir menningarfræðingur hefur mikinn áhuga á ljóðum kvenna frá öllum tímum. Hún hefur safnað ljóðabókum eftir konur í nokkurn tíma og heldur úti fésbókarsíðu sem heitir Tófan. Meira »

Fögnuðu nýju jafnréttisákvæði

18:33 Ráðherrar Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, fögnuðu því að EFTA hefur nú uppfært samningsmódel sitt um sjálfbæra þróun og tekið inn í það jafnréttisákvæði, að frumkvæði Íslands, á árlegum fundi sínum í Liechtenstein í dag. Meira »

Mun ekki tefja fjölmiðlafrumvarpið

18:19 „Það var búið að afgreiða þetta frumvarp úr ríkisstjórn og úr þingflokkunum. Ég mun mæla aftur fyrir frumvarpinu á fyrstu dögum haustþingsins og svo fer það í nefnd og við klárum það mál,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við mbl.is um fjölmiðlafrumvarpið. Meira »

Ummæli forstjóra SÍ lítilsvirðandi

18:14 Sérfræðingur í barnahjúkrun segir ummæli forstjóra Sjúkratrygginga Íslands þess efnis að ekki skipti máli við hverja verði samið um heimahjúkrun langveikra barna gera að engu sérþekkingu og reynslu þeirra sem henni sinna. Meira »

Þrjú umferðarslys í borginni á viku

18:04 Síðasta fimmtudag var bifreið ekið utan í gangandi mann og yfir vinstri fót hans, er hann gekk skáhallt yfir Lækjargötu við gangbraut með ljósastýringu. Hann er einn þriggja sem slösuðust í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu 16.-22. júní. Meira »

Brot 180 ökumanna mynduð í Garðabæ

17:57 Brot 180 ökumanna voru mynduð á Reykjanesbraut í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Reykjanesbraut í norðurátt, að Hnoðraholti. Sá sem hraðast ók var á 120 kílómetra hraða, en hámarkshraði á svæðinu er 80 km/klst. Meira »

Fjörutíu metra fyrirstaða komin upp

17:46 Lokið hefur verið við gerð svokallaðs fyrirstöðuþreps neðarlega í Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Þrepið, sem er um 40 metrar að lengd, er gert til þess að koma fyrir fiskteljara með myndavél til talningar og greiningar á göngufiski í ánni. Meira »

„Hér verður ekki herseta á nýjan leik“

17:42 Uppbygging Bandaríkjahers við Keflavíkurflugvöll er hluti af auknum hernaðarumsvifum í Norðurhöfum. „Við Íslendingar hljótum að hafa áhyggjur af þessari þróun,“ segir forsætisráðherra. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Stál borðfætur
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik, S. 7660348 , Alena...