„Fólk er furðu lostið hérna“

„Fólk er furðu lostið hérna, það skilur þetta enginn,“ segir Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynju við Laugaveg, þar sem byrjað var að aka í öfuga átt við það sem hefur tíðkast í áratugi, í morgun. Hann segir breytinguna ekki til góðs og að mikið hafi verið um að bílar hafi ekið á móti umferð í dag. 

mbl.is var á Laugaveginum í hádeginu þar sem augljóst var að nokkrir ökumenn höfðu ekki heyrt af þessum breytingum á akstursstefnunni, eins og sjá má af meðfylgjandi myndskeiði, þar sem er einnig rætt frekar við Brynjólf í Brynju.

Ekið og hjólað eftir gamalli venju

„Ég tók eftir því í morgun að margir óku bara eftir gamalli venju, helst þeir sem voru að koma með vörur. Þeir óku bara eins og þeir hafa verið vanir að gera síðustu 100 árin,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar, í samtali við mbl.is.

Hann segir að þegar umferð var hleypt á með breyttri akstursstefnu í morgun hafi ökumenn ljóslega ekki verið nægilega vel meðvitaðir um þær merkingar sem höfðu verið settar upp og svo hafi átt eftir að setja upp akstursstefnumerkingar við þvergötur.

„Klukkan 11 var götunni lokað [neðan Klapparstígs] og varð göngugata og þá hafa þeir haft tíma til þess að bæta það sem vantar upp á,“ segir Ómar.

Þessi staða á líklega eftir að koma nokkrum sinnum upp ...
Þessi staða á líklega eftir að koma nokkrum sinnum upp á meðan fólk venst breytingunni. mbl.is/Hallur Már

Ómar segir að merkingarnar þurfi að vera auðlæsilegar fyrir vegfarendur og sérstaklega ökumenn. Svo þurfi ökumenn að átta sig á því að þeir þurfi að hegða sér á annan hátt og að það þurfi hjólreiðamenn líka að gera.

„Þeir hjóla bara eins og þeir eru vanir, en það á enginn að hjóla á móti akstursstefnu umferðar. Þeir sem hafa hjólað þarna síðustu 30 árin, þeir hjóluðu í dag eins og þeir voru vanir,“ segir Ómar.

Hann segir að muni eflaust taka einhvern tíma fyrir fólk að átta sig á þessari nýbreytni.

Víðar ekið gegn akstursstefnu en á Laugavegi

Ómar segir að lögreglumenn sem fylgdust með á svæðinu í dag hafi tekið eftir því að það sé ekki bara á Laugaveginum sem ökumenn virðist ekki virða þá akstursstefnu sem í gildi er, þrátt fyrir að þar sé ekki um nýlegar breytingar að ræða, á götum eins og Grettisgötu, Klapparstíg og víðar.

„Einhverjir virðast vera blindir á umferðarmerki og aka frekar eftir vilja. Viljinn er sterkari umferðarmerkjunum,“ segir Ómar og bætir við að það geti verið hættulegt fyrir gangandi vegfarendur, sem líta til hliðar miðað við akstursstefnu og ganga svo út á götuna án þess að gera ráð fyrir því að bílar komi á móti.

Hann segir að brýna þurfi fyrir ökumönnum að virða umferðarskiltin.

mbl.is

Innlent »

Varar við áfengisneyslu í hitabylgjunni

11:39 Landlæknir segir að þeir sem verði staddir á meginlandi Evrópu núna þegar hitabylgju er spáð, ættu að drekka vel af vökva, en þó ekki áfenga drykki, enda sé alkóhól þvagmyndandi og geti enn aukið á vökvatap af sól og hita. Meira »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Pool borð til sölu
Til sölu er Dynamic Competition Pool borð, 9 feta, með ljósum og kjuðarekka. Ve...
Glæsilegt 6 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík. H...