Gestir skemmtiferðaskips plokkuðu

Fólkið plokkaði mikið af plastrusli.
Fólkið plokkaði mikið af plastrusli. Ljósmynd/Spitsbergen

Starfsmenn norska skemmtiferðaskipsins Spitsbergen skipulögðu ruslatínslu í Reykjafirði á Ströndum í gær eftir að hafa dvalið á Ísafirði einn dag. Samkvæmt Facebook-síðu skipsins fylltu skipverjar og gestir marga poka af plastrusli.

Fram kemur að bæði hafi verið um að ræða stórt og smátt plastrusl sem oft á tíðum reki í fjörðinn frá úthafinu. 

Margar hendur vinna létt verk.
Margar hendur vinna létt verk. Ljósmynd/Spitsbergen

„Gestir hjálpuðu til með bros á vör við að plokka litríkar plastumbúðirnar. Sumar þeirra voru frá árinu 2013,“ segir í Facebook-færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert