Glæsileg tilþrif á Bíladögum

Keppni í drift fór fram í dag á Bíladögum á Akureyri en þessi árlega bílahátíð stendur yfir um helgina.

Í meðfylgjandi myndskeiði, sem fréttaritari mbl.is á Akureyri tók, má sjá Fannar Þór Þórhallsson á Porche-bíl sínum aka eftir brautinni með miklum tilþrifum en hún er staðsett á aksturssvæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Drift er til­tölu­lega ung akst­ursíþrótt og er tal­in eiga ræt­ur sín­ar að rekja til Jap­ans. Er ekið með nokkuð óhefðbundn­um hætti, á mikl­um hraða og þannig að bíll­inn yf­ir­stýr­ir og skrik­ar braut­ina á enda.

mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is