Kominn frá Kentucky á Víkingahátíð

Víkingahátíðin sem nú fer fram á Víðistaðatúni dregur að erlenda gesti. Einn þeirra Ernest Payne er kominn frá Kentucky gagngert til að upplifa vopnaskakið og allt það sem boðið er upp á á hátíðinni. mbl.is kom við á Víðistaðatúni og ræddi m.a. við víkinginn frá Kentucky.

Á hátíðinni verða bardagasýningar, leikjasýningar, sögumenn, bogfimi, handverk, markaður, víkingaskóli barna ásamt því sem veitingar verða til sölu á svæðinu.

Dagskrá hátíðarinnar er að finna hér.

Víkingablóð rennur í æðum Ernest Payne sem kom gagngert til …
Víkingablóð rennur í æðum Ernest Payne sem kom gagngert til Íslands til að fá anda víkinganna beint í æð. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert