Leggja mat á fjármiska vegna eineltis

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og samstarfsfólk hennar, þau Edda Björk Þórðardóttir, …
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og samstarfsfólk hennar, þau Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk til að meta til fjár miska vegna eineltis. Styrkurinn er veittur úr Styrktarsjóði Margretar og Bents Schevings Thorsteinssonar við Háskóla Íslands. Nemur styrkurinn 1,2 milljónum króna að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá HÍ.  

Þótt ætla megi að það sé mikils virði að verða ekki fyrir einelti er ekki vitað hversu mikils virði það er, þ.e  hve háar bætur þyrfti að greiða einstaklingi til að bæta upp það velferðartap sem viðkomandi verður fyrir af völdum eineltis. Slíkt mat hefur hins vegar bæði fræðilegt og hagnýtt gildi og getur til að mynda nýst hinu opinbera við mat sem ætlað er að draga úr einelti eða afleiðingum þess.

Stærsti hluti gæðanna er þó líklega tilfinningalegur, að því er segir í tilkynningunni. Hagkvæmnisútreikningar sem ekki taka þessi andlegu gæði með í reikninginn verða því mjög bjagaðir og er rannsókninni ætlað að ráða bót á því. Verður við hana beitt aðferðum sem þekktar eru til að mæla virði óáþreifanlegra gæða gagnvart einelti, en slíkt hefur ekki verið gert áður.

Meðrannsakendur Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur í verkefninu eru þau Edda Björk Þórðardóttir, Brynja Jónbjarnardóttir og Gísli Gylfason, auk þess sem rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót ConCIV - Consortium on Compensating Income Variation verður fræðilegur bakhjarl verkefnisins.

mbl.is